Hver er Kári Hansen? Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 16:47 Ekki verður af því að landsmenn njóti krafta Kára Hansen á Bessastöðum, ekki að þessu sinni, hvað sem verður í framtíðinni. Kári er aðeins 38 ára og hefur tímann fyrir sér. vísir/vilhelm/instagram Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið. Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði. Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði.
Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira