Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 18:28 Nýja stjarnan, til vinstri, hefur verið á bílum lögreglunnar frá 2018 en sú gamla, til hægri, verður áfram á einkennisbúningum lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um erindi sem umboðsmaður Alþingis sendi ríkislögreglustjóra. Þar óskaði hann skýringa á nýju lögreglumerki sem sé hvergi að finna í reglugerðum og gerði athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir breytingar á merki lögreglu lengi hafa staðið til. Stjarnan sem um er rætt sé hins vegar ekki ný. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Þetta hefur verið til umræðu lengi, ásýnd lögreglu, litur og lögreglustjarna frá 1930 hafa verið til skoðunar í mörg ár og sömuleiðis vinnan við breytingar á hönnun stjörnunnar og litapallettu lögreglu,“ segir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Til að mynda voru nýjar merkingar á ökutækjunum okkar kynntar snemma árs 2018 og voru sérstakar reglur um breytingar undirritaðar sama ár af þáverandi ríkislögreglustjóra,“ segir hún. Þetta er sama stjarna og kemur fyrir þar? „Já, bílarnir eru merktir með þessum stjörnum og hafa verið það frá 2018,“ segir Helena Rós. Gamla stjarnan stóðst ekki nútímakröfur Hver er ástæðan fyrir breytingunum? „Gamla stjarnan hefur reynst illa til stafrænnar útgáfu og þess vegna þótti mikilvægt að einfalda hana svo hún stæðist nútímakröfur. Þessi hönnunarvinna staðið mjög lengi yfir enda að mörgu að huga í þessum efnum,“ segir Helena. „Við erum mjög meðvituð um þessar breytingar og höfum undanfarna mánuði verið að vinna í að breyta og uppfæra nauðsynlegar reglugerðir í takt við breytingarnar og förum alveg að ljúka þeirri vinnu,“ segir hún. Merkingar á einkennisbúningum óbreyttar „Þrátt fyrir að þessi nýja stjarna sé notuð til merkinga á ökutækjum lögreglu og til stafrænnar notkunar, eins og bent er á í bréfi umboðsmanns, er vert að nefna að merkingar á einkennisbúningum hafa haldist í óbreyttri mynd,“ segir Helena. „Merki sérsveitarinnar sem sýna vængina voru tekin upp 2007 og gráu merkin árið 2015 sem voru svo staðfest aftur árið 2019 með reglum sem ríkislögreglustjóra er heimilt að setja.“ „Að öðru leyti munum við fara yfir þessa fyrirspurn umboðsmanns Alþingis og svara þeim spurningum sem hann setur þar fram fyrir tilsettan tíma og munum um leið gera þau gögn opinber,“ segir Helena að lokum.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent