Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 12:08 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, og Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís. Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira