„Kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. maí 2024 20:03 Aron þurfti á súrefni að halda eftir að hafa staðið í ströngu við að slökkva eldinn. Instagram Litlu mátti muna þegar sinueldur kviknaði við sumarbústað systkinanna Arons Más Ólafssonar leikara og Birtu Lífar Ólafsdóttur hlaðvarpsstjórnanda í Munaðarnesi í dag. Aron og faðir hans voru við framkvæmdir við bústaðinn þegar eldur kviknaði í gróðri í kring um þá. Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni. Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Systkinin segja frá brunanum á Instagram síðunni Systkinasumó, þar sem þau hafa síðustu mánuði deilt myndum af byggingu bústaðarins. „Rosalegur dagur í dag í framkvæmdum. Þessi dagur átti að fara í að gera mjög mikið af vinnu,“ segir Birta. „En ég var að koma úr sjúkrabíl! Af því að ég þurfti súrefni,“ skýtur Aron inn í. Birta útskýrir að hún hafi haldið að bróðir sinn hefði kveikt í bústaðnum. „Ég hélt það fyrst,“ segir hún. Ætluðu að minnka eldhættuna „Þetta var insane. Það komu þrír slökkviliðsbílar og við kveiktum næstum í öllu sumarbústaðalandinu hérna,“ segir Aron og útskýrir síðan tildrög sinubrunans. „Það sem gerðist er að ég og pabbi vorum að reyna að taka trén í kring um húsin, einmitt svo að það myndi ekki vera eldhætta í kringum húsin,“ segir Aron. Eldurinn kom nálægt sumarbústaðnum. Instagram Til þess hafi hann verið að nota vélsög. „Þegar ég er að skera neðst niðri á trénu kemur neisti og það er svo mikill mosi í kringum trén og svo mikið af rótum frá öllum þessum litlu trjám sem eru í þessum mosa,“ segir Aron og útskýrir að allt í einu hafi myndast blossi undir mosanum. „Svo allt í einu sjáum við eld á einum stað og slökkvum hann. Svo allt í einu er kominn eldur þarna, og þarna og,“ segir Aron og smellir fingri. Á tímapunkti sé víða kviknaður eldur og Aron og faðir hans eru einir að reyna að slökkva hann. „Og enginn veit annar að það sé búinn að blossa upp einhver eldur einhvers staðar,“ segir Birta Líf. „Og svo bara panikka ég. Og ég hleyp inn og næ í restina af liðinu, og það veit enginn hvað er í gangi,“ bætir Aron við. Í kjölfarið sýna þau myndskeið af atvikinu, sem nálgast má í Instagram sögu Systkinasumó. Í einu myndskeiðinu virðast Aron og Gunnar bróðir hans lokaðir inn í stórum eldhring. „Við erum læstir inni. Það er ekkert. Fokking heitt, djöfulsins,“ segir Aron í því myndskeiði. Slökkvilið var kallað til og Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sumarhúsaeigendur á svæðinu hafi komið að aðgerðunum og tekið virkan þátt í slökkvistarfinu. Aron lagði sitt af mörkum til slökkvistarfsins.Instagram Á fjórða tímanum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins. Birta deildi myndskeiði á söguna þar sem hún sýnir brenndan gróðurinn í kringum sumarbústaðinn. „Sjáið, þetta er allt svart,“ segir hún og sýnir hve nálægt bæði bústað þeirra systkina og bústað föður þeirra eldurinn komst. „Þetta var bara á tæpasta fokking vaði.“ Loks hrósa þau Slökkviliði Borgarbyggðar fyrir vel unnin störf. „Algjörir fagmenn sem björguðu deginum!“ segir í Instagram sögunni.
Slökkvilið Borgarbyggð Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“