Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Kári Kristján skoraði sex mörk úr sjö skotum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum. Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Leikurinn var tvíframlengdur en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Sigur ÍBV tryggði liðinu oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildarinnar árið 2024. „Fórum í þetta á móti Fram fyrir 20 árum síðan, þú getur Google-að þetta sko. Fórum í vítakeppni og unnum þá, við töpum aldrei í vítakeppnum þannig við unnum aftur núna,“ sagði Kári Kristján skælbrosandi í leikslok. FH vann fyrstu tvo leiki einvígisins sannfærandi en ÍBV sneri bökum saman og hefur nú tryggt sér oddaleik. Hvað breyttist eftir leik númer tvö í serínni? „Ég verð að segja að eins mikil lumma og það er þá var það bara stilling á hugarfari. Vorum ekki með þessa Eyjageðveiki, þetta Eyjahugarfar, þennan óheflaða peyja sem við erum allir. Hann kom í síðasta leik og kom aftur núna.“ „Fólkið er líka búið að stíga upp með okkur, það var ekki alveg klárt í bátana en nú eru allir klárir og leikur fimm, sunnudagur, getum ekki beðið.“ Eyjan mætti og lét í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Um leik kvöldsins „Þetta var geðveikt. Segi það aftur, það er svo ótrúlega fallegt og gaman að geta verið heima hjá sér að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Fullt hús, þetta eru forréttindi. Að allir leggist á eitt í svona lítilli byggð, þetta er geðveikt. Maður finnur það og fólk finnur það, það unnu allir saman. Það unnu allir í Vestmannaeyjum.“ Fannst Kára Eyjaliðið skulda áhorfendum eitthvað eftir tapið í Eyjum í öðrum leik? „Algjörlega. Það var ömurlegur leikur sem við buðum fólki upp á hérna heima, töpuðum með einhverjum sex eða átta mörkum. Ekki boðleg frammistaða. Það kemur bara ekkert annað til greina þegar við erum komin svona langt að við séum að fara loka þessu á sunnudaginn.“ „Það eru allir á leiðinni upp á land á sunnudaginn. Það er frí í vinnu á mánudaginn, ég er búinn að hringja í öll fyrirtæki í bænum þannig það eru allir að mæta í Krikann,“ sagði Kári að lokum.
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira