Umrætt hús var teiknað af Hafliða Jóhanssyni og er sérstakt fyrir margar sakir en þá helst fyrir byggingarstíl þess sem hefur verið varðveittur þegar kom að endurbótum. Húsið er steinsteypt með hálfgerðum kastalaturni og búið klassískum stórum kvistum á þaki.

Eignin skiptist í stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í eldhúsi er nýleg svört innrétting og viðarplata á borðum. Úr eldhúsi er gengið inn í rúmgóða og notalega stofu.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




