Eftirminnileg Skotlandsferð FC Sækó: Spiluðu við Celtic og heimsóttu Hampden Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2024 10:01 Leikmenn FC Sækó eftir leikina gegn Falkirk. sækó Fótboltaliðið FC Sækó fór í mikla ævintýraför til Skotlands á dögunum. Þar spilaði liðið meðal annars við lið á vegum Celtic og Falkirk. Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira