Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 18:08 Jón Gnarr mælist með allt að tíu prósentustigum minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar en í könnunum sem fyrirtæki hafa gert fram að þessu. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent