PSG tókst ekki að leika ótrúlega endurkomu Kiel eftir Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. maí 2024 20:20 Rune Dahmke fagnar með aðdáendum Kiel í leikslok. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images Kiel sneri gengi sínu við og tryggði sér sæti í Final Four, undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. PSG reyndi en tókst ekki að leika endurkomuna eftir í einvígi sínu gegn Barcelona. Montpellier HB vann fyrri leikinn gegn Kiel með níu mörkum, 39-30, en Kiel sneri gengi sínu við í seinni leiknum og vann með tíu mörkum 31-21, einvígið samanlagt 61-60. These kind of comebacks 😮deserve these kind 👇of celebrations. What a game we watched in Kiel #ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/ApsgX2B7Pj— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Leikurinn var jafn og spennandi fyrst um sinn en fljótlega tóku heimamenn völdin og héldu til hálfleiks með fimm marka forystu, 17-12. Þannig hélst munurinn milli liðanna fram í miðjan seinni hálfleik en á lokamínútum múraði Kiel fyrir markið og skoraði grimmt úr sínum sóknum. Tomas Mrkva varði vel í markinu, 12 skot af 29 (41,4%). Eric Johansson endaði markahæstur með 8 mörk úr 11 skotum. Clutch time is for anothe level players 🔥 and 𝐓𝐨𝐦𝐚𝐬 𝐌𝐫𝐤𝐯𝐚 has proved it today 🤯 3 saves in crucial moments to qualify his team 👏#ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/SI7yacZaXJ— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Barcelona vann fyrri leikinn með átta mörkum og var því í nokkuð þægilegri stöðu þegar liðið tók á móti PSG í kvöld. Börsungar unnu leikinn að endingu 32-31. Líkt og í fyrri leik liðanna lentu Börsungar ekki í neinum teljandi vandræðum. Gestirnir frá París áttu erfitt með að verjast hröðum áhlaupum Börsunga sem skoruðu níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Those 3 steps and jump by 𝐃𝐢𝐤𝐚 𝐌𝐞𝐦 🤯#ehfcl #clm #daretorise #handball pic.twitter.com/VOZQLNBa29— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Gestunum gekk öllu betur í seinni hálfleik en tókst ekki að fella feykisterkt lið Barcelona sem vann einvígið samanlagt 62-53. Auk Kiel og Barcelona hafa Magdeburg og Aalborg tryggt sér sæti í Final Four undanúrslitunum sem fara fram í Köln helgina 8.–9. júní. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Franski handboltinn Spænski handboltinn Tengdar fréttir Kielce kærir leikinn gegn Magdeburg Kielce hefur kært leikinn gegn Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Póllandsmeistararnir voru afar ósáttir við dómgæsluna undir blálok leiksins. 2. maí 2024 15:45 Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. 1. maí 2024 21:11 Bjarki Már og félagar úr leik Álaborg sló í kvöld Veszprém út í Meistaradeild karla í handbolta. Danirnir unnu leikinn með fimm marka mun, 33-28. og einvígið þar með fjögurra marka mun þar sem Veszprém vann fyrri leikinn með aðeins eins marks mun. 1. maí 2024 19:11 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Montpellier HB vann fyrri leikinn gegn Kiel með níu mörkum, 39-30, en Kiel sneri gengi sínu við í seinni leiknum og vann með tíu mörkum 31-21, einvígið samanlagt 61-60. These kind of comebacks 😮deserve these kind 👇of celebrations. What a game we watched in Kiel #ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/ApsgX2B7Pj— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Leikurinn var jafn og spennandi fyrst um sinn en fljótlega tóku heimamenn völdin og héldu til hálfleiks með fimm marka forystu, 17-12. Þannig hélst munurinn milli liðanna fram í miðjan seinni hálfleik en á lokamínútum múraði Kiel fyrir markið og skoraði grimmt úr sínum sóknum. Tomas Mrkva varði vel í markinu, 12 skot af 29 (41,4%). Eric Johansson endaði markahæstur með 8 mörk úr 11 skotum. Clutch time is for anothe level players 🔥 and 𝐓𝐨𝐦𝐚𝐬 𝐌𝐫𝐤𝐯𝐚 has proved it today 🤯 3 saves in crucial moments to qualify his team 👏#ehfcl #clm #DareToRise #handball pic.twitter.com/SI7yacZaXJ— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Barcelona vann fyrri leikinn með átta mörkum og var því í nokkuð þægilegri stöðu þegar liðið tók á móti PSG í kvöld. Börsungar unnu leikinn að endingu 32-31. Líkt og í fyrri leik liðanna lentu Börsungar ekki í neinum teljandi vandræðum. Gestirnir frá París áttu erfitt með að verjast hröðum áhlaupum Börsunga sem skoruðu níu mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Those 3 steps and jump by 𝐃𝐢𝐤𝐚 𝐌𝐞𝐦 🤯#ehfcl #clm #daretorise #handball pic.twitter.com/VOZQLNBa29— EHF Champions League (@ehfcl) May 2, 2024 Gestunum gekk öllu betur í seinni hálfleik en tókst ekki að fella feykisterkt lið Barcelona sem vann einvígið samanlagt 62-53. Auk Kiel og Barcelona hafa Magdeburg og Aalborg tryggt sér sæti í Final Four undanúrslitunum sem fara fram í Köln helgina 8.–9. júní.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Franski handboltinn Spænski handboltinn Tengdar fréttir Kielce kærir leikinn gegn Magdeburg Kielce hefur kært leikinn gegn Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Póllandsmeistararnir voru afar ósáttir við dómgæsluna undir blálok leiksins. 2. maí 2024 15:45 Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. 1. maí 2024 21:11 Bjarki Már og félagar úr leik Álaborg sló í kvöld Veszprém út í Meistaradeild karla í handbolta. Danirnir unnu leikinn með fimm marka mun, 33-28. og einvígið þar með fjögurra marka mun þar sem Veszprém vann fyrri leikinn með aðeins eins marks mun. 1. maí 2024 19:11 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Kielce kærir leikinn gegn Magdeburg Kielce hefur kært leikinn gegn Magdeburg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Póllandsmeistararnir voru afar ósáttir við dómgæsluna undir blálok leiksins. 2. maí 2024 15:45
Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. 1. maí 2024 21:11
Bjarki Már og félagar úr leik Álaborg sló í kvöld Veszprém út í Meistaradeild karla í handbolta. Danirnir unnu leikinn með fimm marka mun, 33-28. og einvígið þar með fjögurra marka mun þar sem Veszprém vann fyrri leikinn með aðeins eins marks mun. 1. maí 2024 19:11