„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:43 Maverics derhúfan (ekki þessi þó) er núna 3-0 Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld var kannski ekki sá áferðarfallegasti en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti að gera og höfðu góð tök á honum nánast frá upphafi til enda. „Algjörlega það sem þurfti. Aftur fannst við vera með stjórn á leiknum eiginlega allan tímann. Þær skora 29 stig í fyrri hálfleik, sjö af þeim eftir sóknarfráköst. Það truflar mig þegar við erum að spila frábæra vörn að við séum að gefa einhverjar litlar körfur þegar það er smá einbeitingarleysi.“ Sóknarleikur Njarðvíkinga sprakk út í þriðja leikhluta en liðið vann hann 20-10. „Sóknarleikurinn okkar var ekki eins og ég vildi hafa hann og ég bað þær bara um að safna kjarki. Notaði mögulega einhver vond orð. Að vera aðeins meiri töffarar. Svo náðum við hérna ágætis áhlaupi í þriðja leikhluta þar sem við splundruðum „pick & roll“ varnarleiknum þeirra, eftir því sem við vorum búnar að skoða fyrir þennan leik.“ Varnarleikurinn var þó lykillinn að sigrinum að sögn Rúnars. „Náðum loksins að tengja saman stoppin okkar megin, frábæran varnarleik og skoruðum síðan og bjuggum til einhverja 20 stiga forystu. Það skiptir mig kannski ekki öllu máli hvort við vinnum með 20 eða átta. Á meðan við vinnum og komumst í 2-0 þá fer ég heim og fer bara sáttur að sofa.“ Grindavíkurkonur virtust hreinlega ekki vera mættar til leiks á löngum köflum. „Þær geta örugglega hitt betur og sett eitthvað af þessum erfiðu skotum. En heilt yfir er ég bara mjög ánægður með varnarleikinn okkar. Vörnin í dag, það er það sem vann þetta. Við vorum ekkert frábærar sóknarlega, það var nóg að ná einu áhlaupi sóknarlega til að gera út um leikinn.“ Njarðvíkingar eru þá komnir í 2-0 í einvíginu og eru í dauðafæri að sópa Grindvíkingum út í næsta leik. „Að sjálfsögðu, bara tækifæri. Segir sig sjálft, okkur vantar einn sigur á mánudaginn í Smáranum og frábær umgjörð þar. Við ætlum að gera bara allt sem í okkar valdi stendur til að klára þetta þar. En 2-0, það er allskonar tölfræði sem er oft dregin upp úr kassanum. Ég hef tapað eftir að hafa komist í 2-0, og það á móti Grindavík. Ég er ekkert farinn að slaka á. Ég ætla að horfa á þennan leik svona 30 sinnum og finna eitthvað sem ég get notað til að breyta fyrir næsta leik og þá verðum við ennþá betri.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti