„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 22:03 Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira