„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 22:03 Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hefur sannarlega átt betri daga á hliðarlínunni. „Við náðum einhvern veginn ekki að hlaupa með þeim í fyrri hálfleik og hvert einasta klikk endar með marki í bakið og ég var búinn að telja einhver níu hraðaupphlaup. Man nú ekki alveg á hvaða mínútu það var, hvort að þeir voru komnir með ellefu mörk í heildina og þar af níu upphlaup. Við komum okkur ekki til baka og tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur. Náum ekki að skila okkur til baka og hlaupa með þeim,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Hugmyndasnauður sóknarleikur og andlaus varnarleikur Fyrsti leikur liðanna var sveiflukenndur og þrátt fyrir að lenda nokkrum mörkum undir þá komu Mosfellingar til baka og höfðu betur á endanum. Raunin var önnur í leiknum í kvöld. „Við brotnuðum, það er erfiðasta við þetta. Við vorum komnir fimm eða sex mörkum undir, í stað þess að koma okkur inn í leikinn þá missum við þetta og brotnum í mótlætinu. Náum ekki að snúa okkur út úr þessu. Seinni hálfleikur var bara formsatriði að klára þar sem þetta var búið. Það er bara 1-1 í einvíginu, áfram gakk og næsti leikur og sem betur fer er hann á sunnudaginn. Við fáum núna tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir og svörum fyrir þetta á sunnudaginn,“ bætti Gunnar við. Sóknarleikur Aftureldingar var hugmyndasnauður og sömuleiðis var varnarleikurinn afar andlaus. Gunnar skrifar þetta stóra tap algjörlega á hugarfarið og einbeitingu. „Í dag var þetta hausinn á mönnum ekki taktík. Við hlupum miklu betur síðast og ég veit ekki hvers vegna við náum því ekki núna. Það er bara einbeitingin og hugarfarið sem klikkar í dag.“ „Sama hvar það er á litið þá gekk ekkert upp og kannski öfugt við þá. Við vorum bara ekki á svæðinu, því miður. Náðum okkur engan veginn á strik og þá lítur þetta illa út.“ Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Mosfellsbæ og verður það þriðji leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu. „Sem betur fer er stutt í næsta leik og við fáum tækifæri til að svara fyrir þetta. Við höldum áfram og einvígið er rétt að byrja. Við mætum galvaskir í næsta leik og svörum fyrir þetta,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira