Börn lögð inn með kíghósta Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 12:03 Valtýr Thors, barnalæknir. Vísir/Arnar Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur. Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr. Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Í yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar síðustu tvær vikurnar í apríl kemur fram Að minnsta kosti sautján einstaklingar á aldrinum 2 til 39 ára hafa greinst með kíghósta, í fyrsta sinn síðan 2019. Kíghósti getur einkum valdið mjög alvarlegum veikindum í yngstu börnunum en eldri börn geta einnig orðið talsvert veik. „Það hafa verið tilfelli hjá börnum, reyndar ekki minnstu börnin, en það hafa verið börn sem hafa lagst inn og greinst með kíghósta,“ segir Valtýr Thors barnalæknir, inntur eftir því hvort eitthvað hafi verið um innlagnir barna með kíghósta síðustu vikur. Hafa þau verið alvarlega veik? „Nei, það er nú ekki hægt að segja það. Alvarlegustu veikindin hjá yngstu börnunum eru veikindi sem lýsa sér þannig að yngstu börnin þurfa verulegan öndunarstuðning og geta farið í öndunarstopp og þurfa þá oft að liggja inni á spítalanum í marga daga eða jafnvel vikur. Slíkt hefur ekki komið upp hjá okkur enn þá en við erum við öllu búinn og það kæmi ekki á óvart ef slíkt myndi gerast.“ Valtýr segir það alltaf áhyggjuefni þegar sýkingar sem þessar koma upp; kíghósti breiðist gjarnan út í bylgjum, á þriggja til fimm ára fresti. Ein ástæðan að baki því geti verið óbólusettir hópar, eða hópar sem ekki hafi nægilega vernd, úti í samfélaginu. Mikilvægt sé að fólk hugi að bólusetningum; einkum yngsu barnanna, svo og barnshafandi konur. „Það er gríðarlega mikilvægt. Við höfum verið með þær ráðleggingar í nokkur ár að allar konur sem verða barnshafandi fái viðbótarbólusetningu gegn kíghósta því þá er annars vegar móðirin vel varin, bæði á meðgöngunni og eftir meðgönguna, og veitir síðan barninu vernd gegnum sín eigin mótefni fyrstu þrjá mánuðina og jafnvel sex mánuðina,“ segir Valtýr.
Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35 Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14 „Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. 3. maí 2024 06:35
Barn á Akureyri greindist með kíghósta Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár. 1. maí 2024 14:14
„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. 24. apríl 2024 20:45