Af auðvaldsmönnum og undirlægjuhætti Ester Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2024 14:01 Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Strendur Íslands eru ekki afréttarland Noregs. Þó svo að atburðir síðustu vikna virðist gefa það til kynna. Stjórnvöld hafa ítrekað sniðgengið siðferðislegar skyldur sínar gagnvart landinu og þjóðinni allri. Á meðan ber náttúran og villti laxastofninn tjónið af þessum glæfraskap sem sjóakvíaeldi er og hefur verið þröngvað upp á þjóðina í frekju og yfirgangi norskra auðvaldsmanna og auðsveipum klappstýrum þeirra úr röðum íslenskra stjórnvalda. Norskir auðvaldsmenn hafa lagt stjórnvöld íslands föðurlega niður í firði landsins eins og undirleita brúði á hjónasæng á brúðkaupsnóttu. Á meðan stendur þjóðin öll og horfir á með óbragð í munni yfir þessum undirlægjuhætti. Fólkið í landinu á að hafa rétt á því að hafa eitthvað um það að segja, hvernig farið er með landið þeirra, eigur og möguleika til afkomu. Í sveitum landsins eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af villtum laxastofni og sjálfbærri stangveiði og hafa gert það kynslóðum saman. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi þess fjölda sem starfa við leiðsögn við árnar, starfsfólki veiðihúsa og veiðileyfasölum og allri þjónustu því tengdu. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar laxastofnar hafa erfðablandast norskum eldislaxi og árnar okkar orðnar verðlausar? Þessari tekjulind er fórnað fyrir norska mengandi stóriðju. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð til matvælaframleiðslu, gerðar í óþökk samfélagsins og vinnur kerfisbundið gegn annarri atvinnuuppbyggingu. Við höfum öll haft hátt, þessi 70% þjóðarinnar sem er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en stjórnvöld hafa engu skeytt um mótmæli umráðamanna, bænda eða landeigenda. Þau eru of upptekin við að sinna hagsmunagæslustörfum fyrir norska eigendur sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Slík hagsmunagæsla hefur meðal annars komið fram í formi grænskúraðs frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem siglir kaldhæðnislega undir fána Vinstrihreyfingar - græns framboðs. Þar færir hún sjókvíaeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðvaldsmanna yfirráð og ótímabundin afnot af íslenskum fjörðum á silfurfati. Það er ekki hægt að skauta fram hjá skaðlegum umhverfisáhrifum þessa iðnaðar sem sjókvíaeldi er. Það er ekkert umhverfisvænt við sjókvíaeldi. Samkvæmt rannsókn SINTEF kemur fram að kolefnisfótspor sjókvíaeldislax er fimm sinnum stærri en af veiðum á þorski. Að við tölum ekki um skaðleg áhrif á umhverfið vegna mengunar, sníkjudýra og erfðablöndunar. Mengunin streymir úr kvíunum: úrgangur úr lúsétnum og bækluðum eldisfisknum, skordýraeitur sem hellt er ofan í sjóinn til að sporna við viðbjóðnum, lyfjafóður, örplast og þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum. En talsmenn sjókvíaeldis og ráðamenn þessa lands hafa verið duglegir að afvegaleiða umræðuna til þess að komast upp með þessa valdaníðslu. Þar sem efnahagsleg rök vega þyngra en breytingar á vistkerfi og röskun dýralífs. En sjókvíaeldi og afleiðingar hennar við íslandsstrendur er meira en stórkostleg náttúruröskun, þetta eru hryðjuverk og af þeim hlýst óendurkræft og óbætanlegt tjón. En norðmönnum og stjórnvöldum Íslands finnst það tjón greinilega fyllilega réttlætanlegt þegar litið er til þess hagnaðar sem mun skapast. Þetta sé okkur öllum fyrir bestu í nafni gróða, atvinnu og uppbyggingar. En hundaskítur smurður með kökukremi er ekki brúðarterta. Afhverju er það svo að maðurinn hefur ákveðið að þeirra réttur sé sterkari umfram allar aðrar lífverur til að notfæra sér náttúruna. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar sjálfra. Að ráðast á náttúruna er að ráðast á okkur sjálf. Við erum ekkert annað en hluti af hennar lífrænu heild og erum henni háð með allt. Það er ákveðinn hroki að ákveða sig aðskilinn frá náttúrunni. En ég sé þetta auðvitað frá sjónarhorni þess sem lifir í náttúrunni og af henni. Árnar okkar eru lífæðar þeirra svæða sem þær renna í gegn um. Aðför að umhverfi okkar er ekki bara aðför að afkomu heldur lífshamingju okkar allra og velferð. En þetta snýst ekki bara um tilfinningalegt gildi heimamanna fyrir jörðum sínum. Það er ekki einkamál heimamanna að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir, heldur hagsmunamál allra landsmanna að vernda náttúruna okkar og setja valdamönnum stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir úr Þingeyjarsveit.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar