„Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. maí 2024 21:55 Finnur Freyr Stefánsson er þjálfari Vals. Honum leiðist ekki að spila góða vörn Vísir/Hulda Margrét Andri Már Eggertsson var mættur í viðtöl í Ljónagryfjunni í kvöld og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sat fyrir svörum eftir sigur hans manna á Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla, 69-78. Valsmenn fengu á sig 36 stigum minna en í fyrsta leiknum en Finnur útskýrði þessa sveiflu á einfaldan hátt. Hans menn einfaldlega lögðu sig mun meira fram en í síðasta leik. „Miklu meira „effort“ sem við lögðum í þetta. Miklu meiri orka. Ég veit ekki hversu stórt hlutfall af þessum stigum sem þeir skora á okkur eru í hraðaupphlaupum eftir heimskulega tapaða bolta þá held ég að við höfum verið að gera helvíti vel á þá á hálfum velli eftir fyrsta leikhluta.“ Valsmenn lokuðu vel á Njarðvíkinga í seinni hálfleik en heimamenn skoruðu aðeins tíu stig á síðustu tíu mínútunum. Finnur sagði að varnarleikurinn væri aðalsmerki liðsins, nú sem endranær. „Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn og frá því að ég kom í Val og bara á mínum ferli. Vörnin í síðasta leik var hræðileg og mér fannst þetta byrja allt þar. Við erum ekki besta sóknarliðið í heimi, við erum ekki að fara að verða það á næstu vikum. En vörnin verður að vera til staðar alltaf og við verðum að setja allt okkar púður þar og reyna að finna svo leiðir hinumegin.“ Frank Booker yngri byrjaði inn á í kvöld á kostnað Hjálmars Stefánssonar. Frank Booker eldri var í stúkunni í kvöld en það virtist þó ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun að setja þann yngri í byrjunarliðið. Booker skilaði níu stigum í kvöld og lét finna rækilega fyrir sér varnarmegin einnig. „Booker var góður í síðasta leik og Hjálmar ekki. Nú var Booker góður og Hjálmar góður líka þannig að sú ákvörðun gekk vel.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Valsmenn fengu á sig 36 stigum minna en í fyrsta leiknum en Finnur útskýrði þessa sveiflu á einfaldan hátt. Hans menn einfaldlega lögðu sig mun meira fram en í síðasta leik. „Miklu meira „effort“ sem við lögðum í þetta. Miklu meiri orka. Ég veit ekki hversu stórt hlutfall af þessum stigum sem þeir skora á okkur eru í hraðaupphlaupum eftir heimskulega tapaða bolta þá held ég að við höfum verið að gera helvíti vel á þá á hálfum velli eftir fyrsta leikhluta.“ Valsmenn lokuðu vel á Njarðvíkinga í seinni hálfleik en heimamenn skoruðu aðeins tíu stig á síðustu tíu mínútunum. Finnur sagði að varnarleikurinn væri aðalsmerki liðsins, nú sem endranær. „Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn og frá því að ég kom í Val og bara á mínum ferli. Vörnin í síðasta leik var hræðileg og mér fannst þetta byrja allt þar. Við erum ekki besta sóknarliðið í heimi, við erum ekki að fara að verða það á næstu vikum. En vörnin verður að vera til staðar alltaf og við verðum að setja allt okkar púður þar og reyna að finna svo leiðir hinumegin.“ Frank Booker yngri byrjaði inn á í kvöld á kostnað Hjálmars Stefánssonar. Frank Booker eldri var í stúkunni í kvöld en það virtist þó ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun að setja þann yngri í byrjunarliðið. Booker skilaði níu stigum í kvöld og lét finna rækilega fyrir sér varnarmegin einnig. „Booker var góður í síðasta leik og Hjálmar ekki. Nú var Booker góður og Hjálmar góður líka þannig að sú ákvörðun gekk vel.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira