„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 22:41 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma Vísir/Hulda Margrét Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira