„Þetta breytti mér mjög mikið sem persónu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. maí 2024 08:00 Það munaði litlu að Ásgeir myndi ná að fagna 36 ára afmælisdeginum sínum því þremur sólarhringum áður var hann einungis hársbreidd frá dauðanum. Aðsend Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. Fyrir sex árum endurtók sagan sig, þegar tæplega fertugur sonur Ásgeirs lést af sömu orsökum. Í kjölfar veikindanna starfaði Ásgeir af miklum krafti með samtökunum Hjartaheill og standa málefni hjartasjúklinga honum afar nærri. Eins og vinstri hlið líkamans væri rifinn af 11. maí 1992 var mikill örlagadagur í lífi Ásgeirs. Hann var fimm barna fjölskyldufaðir, starfaði hjá byggingavörudeild Húsasmiðjunnar og var nokkrum dögum frá því að fagna 36 ára afmælisdeginum. Hann var tiltölulega hraustur og vel á sig kominn líkamlega en hafði þó að undanförnu fundið fyrir einkennum sem bentu til að ekki var allt með felldu. „Mánuðina á undan hafði ég fundið fyrir því hvað ég var alltaf þreyttur. Þetta hlutu að vera áhrifin af vetrinum, og mikilli vinnu þennan vetur.“ Fyrr um veturinn hafði vinnufélagi Ásgeirs haft á orði við hann að honum litist ekki á útlitið á honum. Fyrir tilstilli vinnufélagans lét Ásgeir loks verða af því að fara í rannsókn. „Eftir að hafa farið í gegnum skoðun hjá Hjartavernd kom ekkert í ljós sem benti til að neitt væri að, nema það að ég reykti helst til of mikið. Ákveðið var að ég færi í áreynslupróf þann 18. maí 1992, og reyndi að hætta að reykja, eða allavega draga verulega úr því.“ Það varð hins vegar aldrei úr því að Ásgeir færi í áreynsluprófið. Hann minnist þess að hafa verið að keyra heim þann 11. maí, eftir langan og erfiðan vinnudag. Það var stutt í sumarið og hann fann til tilhlökkunar. Þegar heim var komið hófust hin venjulegu verkefni, sem vinna þarf þegar koma þarf ungum börnum í háttinn. „Eftir að hafa afrekað það, ákvað ég að fara í heitt og notalegt bað, þar sem allt heimilisfólkið var sofandi. Fór ég í slopp, settist fyrir framan sjónvarpið, kveikti í sígarettu. Þegar ég hafði reykt sígarettuna fór ég fram á bað, teygði mig í kranann til þess að blanda vatnið. Þá finn ég þvílíkan verk fara um brjóstið á mér og út í vinstri hendi; það var nánast eins og verið sé að rífa af mér alla vinstri hliðina. Ég hætti við að blanda vatnið, og byrja að æða um gólf, fer til konunnar, vek hana og segi henni frá þessum vondu verkjum. Þetta var alveg að gera mig brjálaðan, ég gat ekki legið útaf, staðið eða setið því þetta voru þvílíkar vítiskvalir sem ég hafði. Konan mín spurði hvort hún ætti ekki að hringja á lækni en ég neitaði því og sagði að þetta lagist rétt bráðum, bölvandi allt og öllu. Eftir sirka fimmtán mínútur hjaðnaði verkurinn, og hélt ég þá að þetta væri yfirstaðið.“ 11.maí 1992 líður Ágústi seint úr minni.Aðsend Skömmu síðar gerðu verkirnir aftur vart við sig, og í þetta sinn voru þeir mun heiftarlegri. „Ég rétt hafði það af að skríða fram á bað, þar sem flökurleikinn tók nú líka við. Þar sem ég lá á baðherbergisgólfinu heyrði ég að konan mín var að tala við einhvern í símann um ástand mitt, og fannst mér það vera út í hött að hringja á lækni, hvað þá að senda eftir sjúkrabíl. Nágranni okkar kom nú inn á bað til mín, þar sem ég lá hálf rænulítill og kannaði hann ástandið mitt, þaulvanur við björgunarstörf, og heyrði ég hann segja að þetta væri ekki alvarlegt, þar sem púlsinn væri mjög góður hjá mér.“ Áður en Ásgeir vissi af var hellingur af fólki inni á baðherberginu, og þar á meðal læknir. Leiðin lá beint upp á bráðamóttökuna. Sjálfur gerði hann sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var á þessum tímapunkti. „Eftir undirbúning var kominn tími til að fara með mig út í sjúkrabíl. Þegar ég kem út, borinn á börum, veiti ég því athygli, að nágrannar mínir voru staddir fyrir utan, áhyggjufullir á svipinn. Ég hálf skammaðist mín fyrir þetta vesen. Það næsta sem ég man eftir er þegar ég er tekinn út úr sjúkrabílnum, þá kom það upp í huga mínum að þetta hefði nú verið óþarfi, það er að segja að fara fyrst með mig út í sjúkrabíl, þaðan aftur inn eftir að þau hefðu áttað sig á að þetta hafi nú verið mistök.“ Kraftaverki líkast Ásgeir segist fyrst hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur á sjúkrahúsi þegar hann mætti þar hjúkrunarfræðingi, konu sem hafði nokkru áður tekið á móti barni þeirra hjóna. Hann átti engu að síður erfitt með að átta sig á hvað væri raunverulega að gerast. „Eftir stutta ferð var staðnæmst í herbergi, þar sem fyrir var fólk, sem þegar hófst handa við að aðstoða mig, fann ég að flökurleikinn var að yfirbuga mig, og bað ég um aðstoð, því ég gæti ekki haldið neinu niðri. Eftir að hafa kastað upp töluverðu magni, fannst mér eins og allur verkur og vanlíðan liði hjá. Leit ég þá á lækninn um leið og ég halla mér afturábak á bekkinn, og segi við hann að nú líði mér vel þannig að nú ætli ég að reyna að hvíla mig og sofna svolítið.“ Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá, að ég var að fara í hjartastopp. Morguninn eftir vaknaði Ásgeir upp á hjartadeild Borgarspítalans, með eiginkonu sína sér við hlið. Til þeirra mætti læknir, einn af þeim sem höfðu tekið á móti Ásgeiri nóttina á undan. „Hann sagði okkur frá atburðum næturinnar eins vel og hægt er að gera, miðað við það ástand sem við vorum í, og hversu heppinn ég hafi verið, þetta hafi verið líkast kraftaverki hvernig allt hafi gengið upp, miðað við það ástand sem ég hafi verið í um nóttina og þau mörgu hjartastopp sem ég fór í. Seinna frétti ég, að fyrstu sólarhringarnir á eftir myndu segja til um hvernig mér ætti eftir að farnast eftir þessi hjartastopp.“ 36 ára afmælisdagur Ásgeirs rann upp þremur dögum síðar. Ættingjar, vinir og starfsfólk Borgarspítalans sáu til þess að dagurinn yrði eftirminnilegur fyrir Ásgeir, enda rík ástæða til að fagna; nokkrum sólarhringum áður hafði hann verið hársbreidd frá dauðanum. Flóðið af blómum og gjöfum var slíkt að það tók þrjár ferðir fyrir starfsfólkið að koma með þau á morgnana og fara með þau á kvöldin. Nýr veruleiki Eftir að Ásgeir hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þurfti hann, og hans nánustu, að takast á við breytta tilveru. Starfsgeta hans var skert og getan til átaka mun minni en áður. „Átta mánuðum eftir hjartastoppið mátti ég fara að vinna, fyrst með litlum afköstum, sem smátt og smátt urðu að fullum vinnudegi. Eftir nokkrar vikur varð ég fyrir því að mér var sagt upp starfi mínu vegna „skipulagsbreytinga“ að sögn vinnuveitendanna, en ég fékk bestu meðmæli frá þeim. Heppnin var mér hliðholl stuttu seinna er ég fékk vinnu en skammvinn var sú sæla því það fyrirtæki varð gjaldþrota einu og hálfu ári seinna.“ Ásgeir var framkvæmdastjóri Hjartaheilla í tæpa tvo áratugi og sinnti starfinu af miklum krafti.Aðsend Ásgeiri gekk ágætlega að takast á við líkamleg eftirköst hjartastoppsins. Hjartavefurinn var skemmdur en hann gekkst seinna meir undir æðavíkkun með þræðingu, og opna hjartaaðgerð árið 2010 sem heppnaðist vel. En andlegu áhrifin voru ekki síðri, eins og hann lýsir. „Þetta breytti mér mjög mikið sem persónu,“ segir hann. „Ég man eftir því þegar ég var inni á hjartadeildinni á Borgarspítalanum og stóð og horfði út um gluggann, á lífið fyrir utan. Og hugsaði með mér: Á ég eftir að keyra bíl aftur? Á ég eftir að geta unnið aftur? Hugsa um börnin mín? Óvissan er það versta af öllu, óvissan yfir framtíðinni. Læknarnir einblíndu bara á líkamlegu afleiðingarnar. En ég þurfti í raun miklu frekar á andlegum stuðningi að halda. Það var engin sálfræðiaðstoð eða slíkt í boði.“ Sagan endurtók sig Ásgeir er tveggja drengja og þriggja stúlkna faðir. Fjögur af börnum hans eru á lífi í dag. Næst elsti sonur hans, Ágúst Ásgeirsson varð bráðkvaddur þann 12. mars árið 2018. Ástæðan var hjartastopp. „Hann hafði verið með sömu einkenni og ég hafði áður; var búinn að vera þreyttur og slappur og ómögulegur og ég hafði verið að tuða í honum að láta athuga sig.“ Það tekur virkilega á Ásgeir að ræða sonarmissinn. Ágúst var kokkur og fjölskyldufaðir og elskaður og dáður af öllum sem þekktu hann. Þeir feðgar áttu gott og náið samband. „Það er svo margt sem við fáum ekki svör við í þessu lífi. Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir áfall af þessu tagi. En hans tími á þessari jörðu var bara búinn. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til stráksins míns. “ Og óneitanlega koma upp allskyns sjálfsásakanir. Maður fer að hugsa um allt sem hefði getað sagt eða gert öðruvísi og hugsanlega komið í veg fyrir þetta. En það þýðir ekkert. Feðgarnir Ásgeir og Ágúst.Aðsend Veikindi Ásgeirs leiddu til þess að hann komst á sínum tíma í kynni við stofnendur og forustufólkinu innan Landssamtaka hjartasjúklinga. Þá var hann enn á fertugsaldri en flestir innan samtakanna voru hins vegar komnir á síðari hluta vinnuævinnar og Ásgeir „græddi“ að eigin sögn helling af ömmum, öfum og góðum vinum. Hann hellti sér af krafti í sjálfboðaliðastarf með samtökunum og þegar þáverandi formaður og framkvæmdastjóri samtakanna lét af störfum árið 1999 tók Ásgeir við keflinu. Nokkrum árum síðar var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill, og var það sögn Ásgeirs þáttur í því að opna félagið fyrir þeim sem vilja starfa með því án þess endilega að vera sjúklingar. Ásgeir lét af störfum árið 2021, eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra í yfir tvo áratugi. Á þeim tíma barðist hann ötullega fyrir hagsmunum hjartasjúklinga; vann að forvörnum og fræðslu og komst í kynni við óteljandi einstaklinga, sem margir hafa leitað til hans seinna meir og þakkað honum fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Eitt af því sem Ásgeir telur vera mikilvægt þegar kemur að málefnum hjartasjúklinga, og annarra sjúklinga, er réttur þeirra til atvinnu. Það þekkir hann svo sannarlega af eigin raun. Hann segist sjálfur hafa upplifað það sem hjartasjúklingur að þurfa oftar að sýna í verki að hans unna starf sé ekki síðra en þeirra sem ekki hafa neinn sjúkdóm að kljást við. Hann gekk á sínum tíma á milli vinnuveitenda en mætti að eigin sögn fordómum þegar hann upplýsti um veikindi sín. „Allstaðar þar sem ég hef sótt um starf hef ég sagt frá sjúkdómi þeim sem ég mun bera alla tíð. Mér er þakkaður sá áhugi sem ég sýni, en því miður, þá er búið að ráða í starfið. Þessa setningu heyrum við sjúklingar því miður allt of oft. Réttur sjúklinga til atvinnu og fleira í þessu landi verður að fara að batna til muna, þannig að sjúklingar sem vilja og geta unnið, fái að halda virðingu sinni í þessu þjóðfélagi,“ segir Ásgeir og bætir við: „Við förum alla jafnan reglulega til okkar lækna, sem fylgjast vel með okkur, og ætti það eitt að vera fýsilegur kostur fyrir atvinnuveitendur að vita að þeir hafi starfsmenn, sem hafi þetta góða þjónustu hjá sínum lækni, heldur en að hafa starfsmenn sem geta verið haldnir sjúkdómi, sem getur blossað upp eins og falinn eldur.“ Hjónin Ásgeir og Karlotta á góðri stundu.Aðsend Tikkandi tímasprengja Ásgeir nýtur lífsins eftir fremsta megni í dag; kominn á eftirlaunaaldur og nýtir tímann til að sinna áhugamálum, félagslífi og ekki síst fjölskyldunni; eiginkonu sinni Karlottu Jónu Finnsdóttur, börnunum, og barnabörnunum. „Það eru verðmætin í þessu lífi.“ Hann var ekki orðinn fertugur þegar hann fór skyndilega í hjartastopp. Ágúst sonur hans var tæplega fertugur. En líkt og Ásgeir bendir á þá skiptir aldurinn ekki máli í þessum efnum. Það sé afar brýnt að fólki kynni sér hvort hugsanlega sé saga í ættinni um hjartasjúkdóma, og sé meðvitað. Láti hjartað ráða för- bókstaflega. Regluleg hreyfing, hollt mataræði og hæfileg hvíld spila síðan inn í að sjálfsögðu. „Við erum að sjá mikið af ungu fólki deyja bráðadauða vegna þess að þekkir ekki sína ættarsögu. Þetta er eins og tikkandi tímasprengja. Þess held ég að það sé svo mikilvægt að ræða ættarsöguna við þá sem yngri eru. Við getum ekki forðast þá sögu.“ Heilbrigðismál Sorg Helgarviðtal Ástin og lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Fyrir sex árum endurtók sagan sig, þegar tæplega fertugur sonur Ásgeirs lést af sömu orsökum. Í kjölfar veikindanna starfaði Ásgeir af miklum krafti með samtökunum Hjartaheill og standa málefni hjartasjúklinga honum afar nærri. Eins og vinstri hlið líkamans væri rifinn af 11. maí 1992 var mikill örlagadagur í lífi Ásgeirs. Hann var fimm barna fjölskyldufaðir, starfaði hjá byggingavörudeild Húsasmiðjunnar og var nokkrum dögum frá því að fagna 36 ára afmælisdeginum. Hann var tiltölulega hraustur og vel á sig kominn líkamlega en hafði þó að undanförnu fundið fyrir einkennum sem bentu til að ekki var allt með felldu. „Mánuðina á undan hafði ég fundið fyrir því hvað ég var alltaf þreyttur. Þetta hlutu að vera áhrifin af vetrinum, og mikilli vinnu þennan vetur.“ Fyrr um veturinn hafði vinnufélagi Ásgeirs haft á orði við hann að honum litist ekki á útlitið á honum. Fyrir tilstilli vinnufélagans lét Ásgeir loks verða af því að fara í rannsókn. „Eftir að hafa farið í gegnum skoðun hjá Hjartavernd kom ekkert í ljós sem benti til að neitt væri að, nema það að ég reykti helst til of mikið. Ákveðið var að ég færi í áreynslupróf þann 18. maí 1992, og reyndi að hætta að reykja, eða allavega draga verulega úr því.“ Það varð hins vegar aldrei úr því að Ásgeir færi í áreynsluprófið. Hann minnist þess að hafa verið að keyra heim þann 11. maí, eftir langan og erfiðan vinnudag. Það var stutt í sumarið og hann fann til tilhlökkunar. Þegar heim var komið hófust hin venjulegu verkefni, sem vinna þarf þegar koma þarf ungum börnum í háttinn. „Eftir að hafa afrekað það, ákvað ég að fara í heitt og notalegt bað, þar sem allt heimilisfólkið var sofandi. Fór ég í slopp, settist fyrir framan sjónvarpið, kveikti í sígarettu. Þegar ég hafði reykt sígarettuna fór ég fram á bað, teygði mig í kranann til þess að blanda vatnið. Þá finn ég þvílíkan verk fara um brjóstið á mér og út í vinstri hendi; það var nánast eins og verið sé að rífa af mér alla vinstri hliðina. Ég hætti við að blanda vatnið, og byrja að æða um gólf, fer til konunnar, vek hana og segi henni frá þessum vondu verkjum. Þetta var alveg að gera mig brjálaðan, ég gat ekki legið útaf, staðið eða setið því þetta voru þvílíkar vítiskvalir sem ég hafði. Konan mín spurði hvort hún ætti ekki að hringja á lækni en ég neitaði því og sagði að þetta lagist rétt bráðum, bölvandi allt og öllu. Eftir sirka fimmtán mínútur hjaðnaði verkurinn, og hélt ég þá að þetta væri yfirstaðið.“ 11.maí 1992 líður Ágústi seint úr minni.Aðsend Skömmu síðar gerðu verkirnir aftur vart við sig, og í þetta sinn voru þeir mun heiftarlegri. „Ég rétt hafði það af að skríða fram á bað, þar sem flökurleikinn tók nú líka við. Þar sem ég lá á baðherbergisgólfinu heyrði ég að konan mín var að tala við einhvern í símann um ástand mitt, og fannst mér það vera út í hött að hringja á lækni, hvað þá að senda eftir sjúkrabíl. Nágranni okkar kom nú inn á bað til mín, þar sem ég lá hálf rænulítill og kannaði hann ástandið mitt, þaulvanur við björgunarstörf, og heyrði ég hann segja að þetta væri ekki alvarlegt, þar sem púlsinn væri mjög góður hjá mér.“ Áður en Ásgeir vissi af var hellingur af fólki inni á baðherberginu, og þar á meðal læknir. Leiðin lá beint upp á bráðamóttökuna. Sjálfur gerði hann sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var á þessum tímapunkti. „Eftir undirbúning var kominn tími til að fara með mig út í sjúkrabíl. Þegar ég kem út, borinn á börum, veiti ég því athygli, að nágrannar mínir voru staddir fyrir utan, áhyggjufullir á svipinn. Ég hálf skammaðist mín fyrir þetta vesen. Það næsta sem ég man eftir er þegar ég er tekinn út úr sjúkrabílnum, þá kom það upp í huga mínum að þetta hefði nú verið óþarfi, það er að segja að fara fyrst með mig út í sjúkrabíl, þaðan aftur inn eftir að þau hefðu áttað sig á að þetta hafi nú verið mistök.“ Kraftaverki líkast Ásgeir segist fyrst hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur á sjúkrahúsi þegar hann mætti þar hjúkrunarfræðingi, konu sem hafði nokkru áður tekið á móti barni þeirra hjóna. Hann átti engu að síður erfitt með að átta sig á hvað væri raunverulega að gerast. „Eftir stutta ferð var staðnæmst í herbergi, þar sem fyrir var fólk, sem þegar hófst handa við að aðstoða mig, fann ég að flökurleikinn var að yfirbuga mig, og bað ég um aðstoð, því ég gæti ekki haldið neinu niðri. Eftir að hafa kastað upp töluverðu magni, fannst mér eins og allur verkur og vanlíðan liði hjá. Leit ég þá á lækninn um leið og ég halla mér afturábak á bekkinn, og segi við hann að nú líði mér vel þannig að nú ætli ég að reyna að hvíla mig og sofna svolítið.“ Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá, að ég var að fara í hjartastopp. Morguninn eftir vaknaði Ásgeir upp á hjartadeild Borgarspítalans, með eiginkonu sína sér við hlið. Til þeirra mætti læknir, einn af þeim sem höfðu tekið á móti Ásgeiri nóttina á undan. „Hann sagði okkur frá atburðum næturinnar eins vel og hægt er að gera, miðað við það ástand sem við vorum í, og hversu heppinn ég hafi verið, þetta hafi verið líkast kraftaverki hvernig allt hafi gengið upp, miðað við það ástand sem ég hafi verið í um nóttina og þau mörgu hjartastopp sem ég fór í. Seinna frétti ég, að fyrstu sólarhringarnir á eftir myndu segja til um hvernig mér ætti eftir að farnast eftir þessi hjartastopp.“ 36 ára afmælisdagur Ásgeirs rann upp þremur dögum síðar. Ættingjar, vinir og starfsfólk Borgarspítalans sáu til þess að dagurinn yrði eftirminnilegur fyrir Ásgeir, enda rík ástæða til að fagna; nokkrum sólarhringum áður hafði hann verið hársbreidd frá dauðanum. Flóðið af blómum og gjöfum var slíkt að það tók þrjár ferðir fyrir starfsfólkið að koma með þau á morgnana og fara með þau á kvöldin. Nýr veruleiki Eftir að Ásgeir hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þurfti hann, og hans nánustu, að takast á við breytta tilveru. Starfsgeta hans var skert og getan til átaka mun minni en áður. „Átta mánuðum eftir hjartastoppið mátti ég fara að vinna, fyrst með litlum afköstum, sem smátt og smátt urðu að fullum vinnudegi. Eftir nokkrar vikur varð ég fyrir því að mér var sagt upp starfi mínu vegna „skipulagsbreytinga“ að sögn vinnuveitendanna, en ég fékk bestu meðmæli frá þeim. Heppnin var mér hliðholl stuttu seinna er ég fékk vinnu en skammvinn var sú sæla því það fyrirtæki varð gjaldþrota einu og hálfu ári seinna.“ Ásgeir var framkvæmdastjóri Hjartaheilla í tæpa tvo áratugi og sinnti starfinu af miklum krafti.Aðsend Ásgeiri gekk ágætlega að takast á við líkamleg eftirköst hjartastoppsins. Hjartavefurinn var skemmdur en hann gekkst seinna meir undir æðavíkkun með þræðingu, og opna hjartaaðgerð árið 2010 sem heppnaðist vel. En andlegu áhrifin voru ekki síðri, eins og hann lýsir. „Þetta breytti mér mjög mikið sem persónu,“ segir hann. „Ég man eftir því þegar ég var inni á hjartadeildinni á Borgarspítalanum og stóð og horfði út um gluggann, á lífið fyrir utan. Og hugsaði með mér: Á ég eftir að keyra bíl aftur? Á ég eftir að geta unnið aftur? Hugsa um börnin mín? Óvissan er það versta af öllu, óvissan yfir framtíðinni. Læknarnir einblíndu bara á líkamlegu afleiðingarnar. En ég þurfti í raun miklu frekar á andlegum stuðningi að halda. Það var engin sálfræðiaðstoð eða slíkt í boði.“ Sagan endurtók sig Ásgeir er tveggja drengja og þriggja stúlkna faðir. Fjögur af börnum hans eru á lífi í dag. Næst elsti sonur hans, Ágúst Ásgeirsson varð bráðkvaddur þann 12. mars árið 2018. Ástæðan var hjartastopp. „Hann hafði verið með sömu einkenni og ég hafði áður; var búinn að vera þreyttur og slappur og ómögulegur og ég hafði verið að tuða í honum að láta athuga sig.“ Það tekur virkilega á Ásgeir að ræða sonarmissinn. Ágúst var kokkur og fjölskyldufaðir og elskaður og dáður af öllum sem þekktu hann. Þeir feðgar áttu gott og náið samband. „Það er svo margt sem við fáum ekki svör við í þessu lífi. Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir áfall af þessu tagi. En hans tími á þessari jörðu var bara búinn. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til stráksins míns. “ Og óneitanlega koma upp allskyns sjálfsásakanir. Maður fer að hugsa um allt sem hefði getað sagt eða gert öðruvísi og hugsanlega komið í veg fyrir þetta. En það þýðir ekkert. Feðgarnir Ásgeir og Ágúst.Aðsend Veikindi Ásgeirs leiddu til þess að hann komst á sínum tíma í kynni við stofnendur og forustufólkinu innan Landssamtaka hjartasjúklinga. Þá var hann enn á fertugsaldri en flestir innan samtakanna voru hins vegar komnir á síðari hluta vinnuævinnar og Ásgeir „græddi“ að eigin sögn helling af ömmum, öfum og góðum vinum. Hann hellti sér af krafti í sjálfboðaliðastarf með samtökunum og þegar þáverandi formaður og framkvæmdastjóri samtakanna lét af störfum árið 1999 tók Ásgeir við keflinu. Nokkrum árum síðar var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill, og var það sögn Ásgeirs þáttur í því að opna félagið fyrir þeim sem vilja starfa með því án þess endilega að vera sjúklingar. Ásgeir lét af störfum árið 2021, eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra í yfir tvo áratugi. Á þeim tíma barðist hann ötullega fyrir hagsmunum hjartasjúklinga; vann að forvörnum og fræðslu og komst í kynni við óteljandi einstaklinga, sem margir hafa leitað til hans seinna meir og þakkað honum fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Eitt af því sem Ásgeir telur vera mikilvægt þegar kemur að málefnum hjartasjúklinga, og annarra sjúklinga, er réttur þeirra til atvinnu. Það þekkir hann svo sannarlega af eigin raun. Hann segist sjálfur hafa upplifað það sem hjartasjúklingur að þurfa oftar að sýna í verki að hans unna starf sé ekki síðra en þeirra sem ekki hafa neinn sjúkdóm að kljást við. Hann gekk á sínum tíma á milli vinnuveitenda en mætti að eigin sögn fordómum þegar hann upplýsti um veikindi sín. „Allstaðar þar sem ég hef sótt um starf hef ég sagt frá sjúkdómi þeim sem ég mun bera alla tíð. Mér er þakkaður sá áhugi sem ég sýni, en því miður, þá er búið að ráða í starfið. Þessa setningu heyrum við sjúklingar því miður allt of oft. Réttur sjúklinga til atvinnu og fleira í þessu landi verður að fara að batna til muna, þannig að sjúklingar sem vilja og geta unnið, fái að halda virðingu sinni í þessu þjóðfélagi,“ segir Ásgeir og bætir við: „Við förum alla jafnan reglulega til okkar lækna, sem fylgjast vel með okkur, og ætti það eitt að vera fýsilegur kostur fyrir atvinnuveitendur að vita að þeir hafi starfsmenn, sem hafi þetta góða þjónustu hjá sínum lækni, heldur en að hafa starfsmenn sem geta verið haldnir sjúkdómi, sem getur blossað upp eins og falinn eldur.“ Hjónin Ásgeir og Karlotta á góðri stundu.Aðsend Tikkandi tímasprengja Ásgeir nýtur lífsins eftir fremsta megni í dag; kominn á eftirlaunaaldur og nýtir tímann til að sinna áhugamálum, félagslífi og ekki síst fjölskyldunni; eiginkonu sinni Karlottu Jónu Finnsdóttur, börnunum, og barnabörnunum. „Það eru verðmætin í þessu lífi.“ Hann var ekki orðinn fertugur þegar hann fór skyndilega í hjartastopp. Ágúst sonur hans var tæplega fertugur. En líkt og Ásgeir bendir á þá skiptir aldurinn ekki máli í þessum efnum. Það sé afar brýnt að fólki kynni sér hvort hugsanlega sé saga í ættinni um hjartasjúkdóma, og sé meðvitað. Láti hjartað ráða för- bókstaflega. Regluleg hreyfing, hollt mataræði og hæfileg hvíld spila síðan inn í að sjálfsögðu. „Við erum að sjá mikið af ungu fólki deyja bráðadauða vegna þess að þekkir ekki sína ættarsögu. Þetta er eins og tikkandi tímasprengja. Þess held ég að það sé svo mikilvægt að ræða ættarsöguna við þá sem yngri eru. Við getum ekki forðast þá sögu.“
Heilbrigðismál Sorg Helgarviðtal Ástin og lífið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira