„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 19:57 Jökull Elísabetarson og hans menn fögnuðu góðum sigri í kvöld. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“ Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57