„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 20:05 KR hefur ekki unnið síðan í 2. umferð. vísir/anton brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. „Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“ Besta deild karla KR KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“
Besta deild karla KR KA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira