Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 14:59 Drake og Kendrick Lamar keppast um að semja lög um hvor annan, en markmið beggja er að mála hinn upp í sem verstu ljósi. Getty Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd. Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar. Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar.
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög