Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. maí 2024 18:52 Icelandair og Play ætla að bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudagsmorgun að breyta fluginu vegna yfirvofandi aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50
Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14