Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það verða sífellt ólíklegra að kvikuhlaup leiði einungis til aukins streymis í núverandi gosi. Vísir/Arnar Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira