„Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Frosti Logason ræðir síðustu tvö ár í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður segir tíma sinn á sjónum fyrir rúmum tveimur árum hafa verið stórkostlegan. Hann segist ekki hafa haft Eddu Falak á heilanum eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram í hlaðvarpsþætti hennar fyrir tæpum tveimur árum og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Frosti er gestur. Frosti er fyrsti gestur Einkalífsins sem mætir í annað sinn. Síðast mætti hann árið 2019, þá sjónvarpsmaður á Stöð 2 og sagði við tilefnið að lífið léki við sig. Í Einkalífinu nú lýsir Frosti tímabilinu þar sem hann fór í leyfi frá stöðinni árið 2022 og ákvörðun sína um að segja starfi sínu lausu og gerast sjómaður. Hann segir líka frá tímabilinu þar sem hann stofnaði Brotkast og umfjöllun þess miðils um Eddu Falak. Hann fullyrðir meðal annars að hún hafi falsað skjáskot þar sem hann er sakaður um nauðgun og birt á samfélagsmiðlum sínum. Þá ræðir Frosti væntanlega endurkomutónleika með Mínus og segist hlakka til. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Frosti Logason „Mér finnst mikilvægt að ég segi frá minni hlið og sálfræðingurinn minn sagði mér einhvern tímann: Frosti, þetta mál er ekki búið fyrr en þú hefur sagt þína sögu. Ég hef lengi ætlað að skrifa bók um allt þetta mál og mun örugglega gera það en það liggur ekkert á því,“ segir Frosti meðal annars í viðtalinu. Þar ræðir hann samband sitt við fyrrverandi kærustu sína sem Eddu Pétursdóttur sem steig fram í viðtali í Eigin konum í mars 2022 og birtist í Stundinni, þar sem hún sakaði hann um andlegt ofbeldi og að hafa hótað að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni sem hann hafi tekið upp í hennar óþökk. Hann ræðir auk þess tímann eftir viðtalið sem hann nýtti á sjó með Vésteini GK. „Ég segi það, þetta er alveg þarna uppi með fæðingu barnanna minna. Þetta var svo stórskemmtilegt, af því að þarna um borð voru bara strákar sem ég bara lít á sem bræður mína í dag. Alveg stórkostlegir drengir sem hafa orðið mér mjög kærir og miklir vinir mínir og við áttum alveg frábæran tíma saman.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tengdar fréttir Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08
Skilnaðurinn styrkti sambandið Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu. 28. nóvember 2019 11:30
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög