Töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2024 16:15 Mynd úr safni af eldgosi við Sundhnúkagíga í mars. Vísir/Vilhelm Enn gýs úr einum gíg við Sundhnúksgígaröðina. Hraunið rennur stutta vegalengd frá gígnum og fer virknin í gígnum minnkandi. Hraði kvikusöfnunar er svipaður og síðustu vikur. Gosið er nú meira en mánaðargamalt og er töluverð óvissa um framhaldið. Enn mælist landris við Svartsengi og bendir óbreyttur hraði til þess að þrýstingur haldi því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Áfram eru því líkur á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Frá þessu er greint í nýrri frétt um eldgosið á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt frétt Veðurstofunnar hefur smáskjálftavirkni aukist jafnt og þétt undanfarna viku á svæðinu í og við kvikuganginn. Skjálftarnir, sem langflestir eru undir 1 að stærð, hafa verið norðan við núverandi gosop, á milli Sundhnúks og Stóra Skógfells, sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík, og á milli Grindavíkur og gosstöðva. Hættumat frá Veðurstofunni gefið út þann 7. maí. Mynd/Veðurstofan Þessi hæga aukning í skjálftavirkni merkir líklega að einhver spennulosun er í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Þessar tvær sviðsmyndir eru áfram líklegastar hvað varðar framhaldið á virkninni á Sundhnúksgígaröðinni: Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningar í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og upp á yfirborð. Þá segir að merki um nýtt kvikuhlaup séu líkt og áður afar skyndileg smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Mikilvægt er að benda á að fyrirvarinn getur orðið mjög stuttur, innan við hálftími, jafnvel enginn. Töluverð óvissa um framhaldið Hættumat er óbreytt frá 2. maí. Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis á svæði 4 (Grindavík) aukin úr töluverðri hættu í mikla, sem er út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Í frétt Veðurstofunnar segir að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og kvika safnast saman í kvikuhólfið undir Svartsengi. Þó svo að sviðsmyndirnar hér að ofan séu taldar þær líklegustu er áfram grannt fylgst með hvort að kvika sé að leita annað en yfir í Sundhnúksgígaröðina. Horft er til svæðanna norðan Stóra-Skógfells og sunnan Hagafells og Þorbjarnar. Færi svo að kvika myndi brjóta sér leið til yfirborðs utan þeirra svæða sem gosið hefur á nú þegar segir í frétt Veðurstofunnar að fyrirvarinn á slíkum jarðhræringum yrði meiri og kæmi fram í mun kraftmeiri og ákafari skjálftavirkni en verið hefur í aðdraganda síðustu gosa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eldgosið virðist í andarslitrunum“ Eldgosið við Sundhnúka virðist nú vera í andarslitrunum, samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 5. maí 2024 00:05 Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46 „Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. 2. maí 2024 19:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Enn mælist landris við Svartsengi og bendir óbreyttur hraði til þess að þrýstingur haldi því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Áfram eru því líkur á nýju kvikuhlaupi úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Frá þessu er greint í nýrri frétt um eldgosið á vef Veðurstofunnar. Samkvæmt frétt Veðurstofunnar hefur smáskjálftavirkni aukist jafnt og þétt undanfarna viku á svæðinu í og við kvikuganginn. Skjálftarnir, sem langflestir eru undir 1 að stærð, hafa verið norðan við núverandi gosop, á milli Sundhnúks og Stóra Skógfells, sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík, og á milli Grindavíkur og gosstöðva. Hættumat frá Veðurstofunni gefið út þann 7. maí. Mynd/Veðurstofan Þessi hæga aukning í skjálftavirkni merkir líklega að einhver spennulosun er í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Þessar tvær sviðsmyndir eru áfram líklegastar hvað varðar framhaldið á virkninni á Sundhnúksgígaröðinni: Nýjar gossprungur opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og/eða núverandi gosop stækkar vegna skyndilegrar aukningar í hraunflæði sem gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum eða engum fyrirvara. Einnig er mögulegt að kvikuflæði úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í virka gíginn á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast jafnt og þétt þar til að jafnvægi verði á milli innstreymi kviku inn í kvikuhólfið og útstreymis þaðan og upp á yfirborð. Þá segir að merki um nýtt kvikuhlaup séu líkt og áður afar skyndileg smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Mikilvægt er að benda á að fyrirvarinn getur orðið mjög stuttur, innan við hálftími, jafnvel enginn. Töluverð óvissa um framhaldið Hættumat er óbreytt frá 2. maí. Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis á svæði 4 (Grindavík) aukin úr töluverðri hættu í mikla, sem er út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Í frétt Veðurstofunnar segir að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og kvika safnast saman í kvikuhólfið undir Svartsengi. Þó svo að sviðsmyndirnar hér að ofan séu taldar þær líklegustu er áfram grannt fylgst með hvort að kvika sé að leita annað en yfir í Sundhnúksgígaröðina. Horft er til svæðanna norðan Stóra-Skógfells og sunnan Hagafells og Þorbjarnar. Færi svo að kvika myndi brjóta sér leið til yfirborðs utan þeirra svæða sem gosið hefur á nú þegar segir í frétt Veðurstofunnar að fyrirvarinn á slíkum jarðhræringum yrði meiri og kæmi fram í mun kraftmeiri og ákafari skjálftavirkni en verið hefur í aðdraganda síðustu gosa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eldgosið virðist í andarslitrunum“ Eldgosið við Sundhnúka virðist nú vera í andarslitrunum, samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 5. maí 2024 00:05 Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46 „Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. 2. maí 2024 19:21 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Eldgosið virðist í andarslitrunum“ Eldgosið við Sundhnúka virðist nú vera í andarslitrunum, samkvæmt upplýsingum frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. 5. maí 2024 00:05
Endurnýja spá um lok umbrota við Grindavík Jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson og Grímur Björnsson segja nýjustu gögn Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni styðja við fyrri spá þeirra um lok eldvirkni í gígaröðinni; að kvikuflæði verði lokið í eldstöðinni seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí. Jafnframt telja þeir að landris geti haldið áfram að vissu marki án þess að nýtt gos brjótist fram og vísa til reynslunnar frá Kröflueldum. 4. maí 2024 23:46
„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. 2. maí 2024 19:21