Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 20:23 Um 150 starfsmönnum Grindavíkurbæjar verður sagt upp til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. „Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira