Ræðir veru sína í rússnesku fangelsi í nýrri bók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 23:31 Brittney Griner sat tíu mánuði í fangelsi í Rússlandi. AP Photo/Alexander Zemlianichenko Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi. Vísir fjallaði mikið um mál Griner á sínum tíma en ásamt því að leika körfubolta í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum þá spilaði hún einnig í Rússlandi þegar WNBA-deildin var í fríi frá 2015 til 2022. Þar áður hafði hún einnig spilað í Kína. Í febrúar 2022 var hún handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir að vera með rafrettu sem innihélt lítið magn af kannabisi. Við tóku skelfilegir tíu mánuðir þar sem hún mátti dúsa í rússnesku fangelsi en hún var dæmd til níu ára fangelsisvistar vegna rafrettunnar. Á meðan hún sat inni þá gerði eiginkona hennar, Cherelle, hvað hún gat til að fá Griner heim. Cherelle Griner og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.Chip Somodevilla/Getty Images Á endanum tókst Cherelle með hjálp bandarískra stjórnvalda að semja við rússnesk yfirvöld um að leyfa Griner að snúa heim. Það kostaði þó sitt en Bandaríkin þurftu að láta af hendi mann sem gengur undir nafinu „Kaupmaður dauðans.“ Sá heitir Viktor Bout og er rússneskur vopnasali. Hin 33 ára gamla Griner er nú að gefa út ævisögu sína sem ber heitið „Kem heim.“ Þar fer hún yfir hvað átti sér stað í Rússlandi og hvaða áhrif það hefur haft á hana en lengi vel átti hún erfitt með svefn. Hún mun svo að öllum líkindum ekki sofa vel næstu mánuðina heldur þar sem það styttist í að Cherelle fæði þeirra fyrsta barn. Griner varð WNBA-meistari árið 2014, hefur níu sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA og var stigahæsti leikmaður deildarinnar bæði 2017 og 2019. Þá varð hún rússneskur meistari frá 2017 til 2019 og EuroLeague-meistari fjórum sinnum ásamt því að vinna gull á Ólympíuleikunum í tvígang. Körfubolti Mál Brittney Griner Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Vísir fjallaði mikið um mál Griner á sínum tíma en ásamt því að leika körfubolta í WNBA-deildinni í Bandaríkjunum þá spilaði hún einnig í Rússlandi þegar WNBA-deildin var í fríi frá 2015 til 2022. Þar áður hafði hún einnig spilað í Kína. Í febrúar 2022 var hún handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir að vera með rafrettu sem innihélt lítið magn af kannabisi. Við tóku skelfilegir tíu mánuðir þar sem hún mátti dúsa í rússnesku fangelsi en hún var dæmd til níu ára fangelsisvistar vegna rafrettunnar. Á meðan hún sat inni þá gerði eiginkona hennar, Cherelle, hvað hún gat til að fá Griner heim. Cherelle Griner og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.Chip Somodevilla/Getty Images Á endanum tókst Cherelle með hjálp bandarískra stjórnvalda að semja við rússnesk yfirvöld um að leyfa Griner að snúa heim. Það kostaði þó sitt en Bandaríkin þurftu að láta af hendi mann sem gengur undir nafinu „Kaupmaður dauðans.“ Sá heitir Viktor Bout og er rússneskur vopnasali. Hin 33 ára gamla Griner er nú að gefa út ævisögu sína sem ber heitið „Kem heim.“ Þar fer hún yfir hvað átti sér stað í Rússlandi og hvaða áhrif það hefur haft á hana en lengi vel átti hún erfitt með svefn. Hún mun svo að öllum líkindum ekki sofa vel næstu mánuðina heldur þar sem það styttist í að Cherelle fæði þeirra fyrsta barn. Griner varð WNBA-meistari árið 2014, hefur níu sinnum tekið þátt í stjörnuleik WNBA og var stigahæsti leikmaður deildarinnar bæði 2017 og 2019. Þá varð hún rússneskur meistari frá 2017 til 2019 og EuroLeague-meistari fjórum sinnum ásamt því að vinna gull á Ólympíuleikunum í tvígang.
Körfubolti Mál Brittney Griner Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira