„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 13:08 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðstæður á Litla-Hrauni séu þess eðlis að ekki sé hægt að tryggja öryggi fanga. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30