„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 16:07 Hrönn segir lömb og kindur komin út á flestum bæjum á Suðurlandi. Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19