Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Mari Järsk hlaupagarpur mætti í fyrsta langhlaupið nánast í bikiníi, eins og hún lýsir því. Vísir/Einar Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+. Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+.
Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31
Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00
Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55