Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 23:58 Fiona Harvey opnaði sig um þættina Baby reindeer í viðtali hjá Piers Morgan. Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum. Netflix Hollywood Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum.
Netflix Hollywood Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira