Leita enn að þeim sem réðu barnabarninu bana Jón Þór Stefánsson skrifar 11. maí 2024 10:00 Ingunn Ása Ingvadóttir er amma Iyönnu Brown sem var skotin til bana í Detroit-borg í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Sá eða þeir sem urðu Iyönnu Brown að bana í júlímánuði í fyrra í Detroit-borg í Bandaríkjunum eru enn ekki fundnir. Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira