Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2024 00:01 Töluverður viðbúnaður lögreglu var við Héraðsdóm Reykjaness í Hafnarfirði vegna mótmælanna. Vísir Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent