Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 12:44 Starfsmenn Reykjavíkurborgar ætla að skoða hvort breyta þurfi regluverki við úthlutun plássa í sumarfrístund. Myndirnar eru úr safni, en frístundaheimilið Gulahlíð kemur málinu ekki beint við. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Sjá meira
Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01