Davíð Smári: Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. maí 2024 16:55 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði sínum öðrum leik í röð í Bestu deildinni í dag. 3-0 ósigur á Akranesi gegn heimamönnum staðreynd í leik þar sem lítið gekk upp hjá gestunum. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57