Aðrir frambjóðendur en efstu tveir eigi töluvert langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 19:55 Eiríkur telur líklegast að fremstu konur í kapphlaupinu að Bessastöðum, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir, verði það áfram. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir allt útlit fyrir tveggja hesta kapphlaup fram að kjördegi. Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast jafnar í nýjustu könnun Gallup. Kappræður Ríkisútvarpsins fyrir rúmri viku virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup mælast Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir jafnar, með 25 prósenta fylgi hvor. Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 18 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 11 prósent, sem er næstum þrefalt meira en hún var með í síðustu mælingu. Jón Gnarr er með 10 prósenta fylgi, en aðrir undir 10 prósentum. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir fylgið nú vera byrjað að festast. Litlar líkur séu á að frambjóðendur sem nú njóta ekki mikils fylgis fari að gera sig gildandi. „Auðvitað getur alltaf eitthvað slíkt gerst. Það er ekkert útilokað, þetta eru kosningar og það getur hvað sem er gerst. En það þarf ansi mikið að ganga á til þess að slíkt gerist,“ segir Eiríkur. Kappræðurnar telja Kappræður Ríkisútvarpsins 3. maí virðast hafa haft töluverð áhrif á hug kjósenda. Samkvæmt könnun Gallup sögðu 16 prósent svarenda að þær hafi haft mikil áhrif, en 44 prósent sögðu áhrifin nokkur. 40 prósent sögðu kappræðurnar hafa haft lítil eða engin áhrif. Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar, en hún mældist með 11 prósentustigum meira í síðasta þjóðarpúlsi. „Það eru ýmsir frambjóðendur sem ná að skora mörk í svona þætti og taka til sín fylgi. Það hefur augljóslega gerst í þessu tilviki,“ segir Eiríkur. Eiríkur segir baráttuna um Bessastaði stefna í að verða kapphlaup milli Katrínar og Höllu Hrundar. „Aðrir eiga töluvert mikið í land, til þess að ná þeim.“ Baldur Þórhallsson geti þó enn blandað sér í baráttuna. „En nú erum við búin að fá það margar kannanir sem eru að sýna þessa sviðsmynd, að það séu helst þær tvær sem eru að keppa um embættið. Maður á frekar von á því, en við þurfum fleiri kannanir til þess að staðfesta það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira