Martin skoraði 15 stig og átti átta stoðsendingar í dag, flestar allra á vellinum, auk þess að taka eitt frákast. Alba var þó aðeins fimm stigum yfir fyrir fjórða leikhluta, sem liðið vann svo 28-13 með Martin í stuði.
Crailsheim endaði þar með í 17. og næstneðsta sæti, og féll niður ásamt Tübingen. Alba endaði hins vegar með 27 sigra í 34 leikjum, í 2. sæti, einum sigri á eftir deildarmeisturum Bayern.
Martin og félagar þurfa núna að bíða þess að sjá hvaða liði þeir byrja á að mæta í úrslitakeppninni en það verður sigurliðið úr umspili Bonn og Ludwigsburg, sem enduðu í 7. og 10. sæti.