Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2024 07:00 Viktor sýndi töfrabragð í þættinum og bað áhorfendur um að reyna þetta ekki heima. Vísir Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á öllum forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu vikur. Klippa: Af vængjum fram - Viktor Traustason Hlátur Jóns Gnarr mesta hrósið „Það er eitt mesta hrós sem ég hef held ég fengið. Ég tók því allavega þannig,“ segir Viktor um augnablikin í kappræðum RÚV þar sem Jón Gnarr meðframbjóðandi Viktors skellihló að ýmsu sem Viktor hafði að segja. „Ég segi líka við fólk: Þó svo að hlutir séu alvarlegir þá þýðir það ekki að við getum ekki haft gaman af þeim, þannig að eins og ég segi þá tók ég því bara sem hrósi.“ Blandar ekki fjölskyldunni í málin Viktor heldur spilunum þétt að sér og vill lítið ræða fjölskyldu sína. Þá er sömu sögu að segja um fjölskyldutengsl hans og Ástrósar Traustadóttur dansara og áhrifavalds, systur hans. „Ég ætla ekkert að vera að blanda fólki sem er í mínu persónulega lífi inn í þetta ferli,“ segir Viktor meðal annars. Hann segir framboðið sitt snúast um ákveðna hluti. Þá syngur Viktor þjóðsönginn. „Heyrðu, ég kunni þetta. Sem er örugglega ástæðan fyrir því að ég gat aldrei orðið íþróttamaður.“ Af hverju gastu aldrei orðið íþróttamaður? „Nú af því að þeir standa alltaf á vellinum og kunna ekki textann,“ segir Viktor sem fer á kostum í þættinum og sýnir töfrabragð sem hefur líklega hvergi sést áður. Fleiri þætti af Af vængjum fram má sjá á sjónvarpsvef Vísis. Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Tengdar fréttir Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. 2. maí 2024 18:59 Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. 26. apríl 2024 11:51 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðrum þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á öllum forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu vikur. Klippa: Af vængjum fram - Viktor Traustason Hlátur Jóns Gnarr mesta hrósið „Það er eitt mesta hrós sem ég hef held ég fengið. Ég tók því allavega þannig,“ segir Viktor um augnablikin í kappræðum RÚV þar sem Jón Gnarr meðframbjóðandi Viktors skellihló að ýmsu sem Viktor hafði að segja. „Ég segi líka við fólk: Þó svo að hlutir séu alvarlegir þá þýðir það ekki að við getum ekki haft gaman af þeim, þannig að eins og ég segi þá tók ég því bara sem hrósi.“ Blandar ekki fjölskyldunni í málin Viktor heldur spilunum þétt að sér og vill lítið ræða fjölskyldu sína. Þá er sömu sögu að segja um fjölskyldutengsl hans og Ástrósar Traustadóttur dansara og áhrifavalds, systur hans. „Ég ætla ekkert að vera að blanda fólki sem er í mínu persónulega lífi inn í þetta ferli,“ segir Viktor meðal annars. Hann segir framboðið sitt snúast um ákveðna hluti. Þá syngur Viktor þjóðsönginn. „Heyrðu, ég kunni þetta. Sem er örugglega ástæðan fyrir því að ég gat aldrei orðið íþróttamaður.“ Af hverju gastu aldrei orðið íþróttamaður? „Nú af því að þeir standa alltaf á vellinum og kunna ekki textann,“ segir Viktor sem fer á kostum í þættinum og sýnir töfrabragð sem hefur líklega hvergi sést áður. Fleiri þætti af Af vængjum fram má sjá á sjónvarpsvef Vísis.
Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Tengdar fréttir Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. 2. maí 2024 18:59 Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. 26. apríl 2024 11:51 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. 2. maí 2024 18:59
Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. 26. apríl 2024 11:51