Mótmæla þróun gervigreindar á Austurvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 12:02 Aþena Ýr Ingimundardóttir skipuleggur mótmælin sem fara fram á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Skipuleggjandi mótmæla gegn gervigreind vill að þróun gervigreindar verði sett á ís á meðan unnið er að því að skilja málaflokkinn betur. Helstu sérfræðingar í gervigreind hafi ekki hafa lausnir á þeim vandamálum sem myndast við þróun hennar. Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena. Gervigreind Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena.
Gervigreind Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira