Mótmæla þróun gervigreindar á Austurvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2024 12:02 Aþena Ýr Ingimundardóttir skipuleggur mótmælin sem fara fram á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Skipuleggjandi mótmæla gegn gervigreind vill að þróun gervigreindar verði sett á ís á meðan unnið er að því að skilja málaflokkinn betur. Helstu sérfræðingar í gervigreind hafi ekki hafa lausnir á þeim vandamálum sem myndast við þróun hennar. Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena. Gervigreind Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Mótmælin hófust á Austurvelli nú klukkan 12 en verið er að krefjast þess að þróun gervigreindar verði stöðvuð. Mótmælin eru haldin í samstarfi við samtökin PauseAI sem standa fyrir sambærilegum mótmælum víða um heim í dag. Aþena Ýr Ingimundardóttir, skipuleggjandi mótmælanna hér á landi, segir mannkynið ekki skilja tæknina almennilega. „Það eru bara hreinlega of margar öryggisáhættur fyrir samfélagið í heild. Fyrir lýðræði og almennt öryggi. Við vitum ekki hvernig við getum tryggt að gervigreindin verði ekki misnotuð af allskyns hópum, eins og til dæmis hryðjuverkamönnum, einræðisherrum eða því um líkt,“ segir Aþena. Það dugi ekki að setja lagaramma í kringum notkun og þróun gervigreindar. Það þurfi að stöðva þróunina í bili. „Á meðan það er verið að gera ítarlegar rannsóknir á því sem við höfum þróað nú þegar. Við skiljum þau forrit sem við höfum notað nú þegar ekki nálægt því nægilega vel. Þetta eru risastór tauganet sem enginn í raun skilur hvað er í gangi innan, bara hvernig þau eru þjálfuð og síðan hvað hún spýtur út úr sér. En við vitum ekki hvað er í gangi á bakvið, í tauganetinu sjálfu,“ segir Aþena. Sérfræðingar um gervigreind skilji sjálfir ekki allt um þróun hennar. „Fremstu sérfræðingar heims hafa ekki lausnir á þeim vandamálum sem þau vita að við stöndum frammi fyrir. Það er bara of mikil pressa á að halda áfram að þróa, það hefur myndast mikil samkeppni,“ segir Aþena.
Gervigreind Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira