Fury eldri blóðugur í aðdraganda sögulegs bardaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 22:01 John Fury elskar athygli. Getty Images/@MichaelBensonn John Fury, faðir hnefaleikakappans Tyson Fury, stal senunni í aðdraganda sögulegs hnefaleikabardaga Tyson og Oleksandr Usyk frá Úkraínu á laugardaginn kemur. Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans. Box Sádi-Arabía Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira