„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 22:11 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er alltaf líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn í kvöld var síðasti leikurinn hans að sinni sem þjálfari Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. „Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar! Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Þær gerðu vel hér í síðari hálfleik og við áttum í erfiðleikum með svæðisvörnina. Þegar við opnuðum hana þá skoppaði boltinn ekki okkar megin og það gerist stundum í þessu lífi. Svona eru bara íþróttir. Það er oft stutt á milli í þessu. Það er kannski hægt að snúa þessu við. Þegar við unnum þær í Garðabænum þá kannski rúllaði hann upp úr hjá þeim og ofan í hjá okkur.“ Arnar gat ekki annað en hrósað Keflvíkingum og því starfi sem hefur verið í gangi í Keflavík undanfarin ár. „Ég held að það sé bara ágætt að byrja á því að óska Keflvíkingum til hamingju og óska þeim góðs gengis í úrslitum. Það er mjög skemmtilegt að horfa á þetta lið. Uppaldar stelpur úr Keflavík með tvo atvinnumenn með sér. Mér finnst þær bara ógeðslega flottar. Batakveðjur á Birnu, ég vona innilega að hún verði tilbúin því ég hlakka til að horfa á þessa seríu sem er framundan.“ Það sást glöggt á viðbrögðum leikmanna Stjörnunnar í leikslok að þær voru drullusvekktar að tapa en á sama tíma geta þær verið stoltar af árangri tímabilsins. Arnar var raunsær allan tímann en viðurkenndi að tilhugsunin um að ná í úrslitin hefði kitlað. „Auðvitað voru einhverjir villtir draumar þegar þetta var komið svona að fara í úrslitin. En að sama skapi get ég ekki sagt annað en að þessar stelpur lögðu allt í sölurnar. Þær eru ótrúlega þroskaðar miðað við aldur og það ber að hrósa þeim fyrir það. Klippa: Arnar kveður Stjörnuna Hann fór síðan aðeins yfir síðustu ár og þá vinnu sem hans konur hafa lagt á sig til að ná þessum árangri og hrósaði Keflvíkingum sömuleiðis. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman. Ég er búinn að þjálfa þær í fjögur ár. Tók við stelpum sem stór hluti var hjá Brynjari Karli á undan. Þegar ég fékk þær þá fékk ég stelpur í 8. bekk sem skildu öll hugtök, gátu dripplað með hægri og vinstri, gátu spilað körfubolta og voru ótrúlega tilbúnar að spila af mikilli ákefð.“ Hann sagði að sú mikla vinna sem hefur verið lögð í þjálfun þessa liðs vera að skila sér og lagði áherslu á að það mætti ekki gefa neinn afslátt af þjálfun kvennabolta. „Þetta er það sem þarf að gera. Alvöru þjálfun á stelpur og þá kemur svona. Ekki gefa afslátt þar og þá kemur svona. Það er ekki búið að gefa afslátt hér í Keflavík. Þess vegna eru þær bestar. Þær eru ekki bestar vegna þess að það er einhver „sugar daddy“ að dæla í þetta pening. En ég vona samt að þessar stelpur séu að fá borgað því þær eiga það skilið. Það voru þúsund manns að horfa á þær hér í kvöld og þær eru ógeðslega góðar.“ Arnar er sannfærður um að þessi tvö lið séu skipuð sterkustu íslensku leikmönnunum í deildinni. „Það hefur ekki verið afsláttur af kvennaþjálfun í Keflavík í mörg ár og þess vegna eru þær bestar. Þessar stelpur sem eru að koma upp í Stjörnunni hafa heldur ekki fengið afslátt af þjálfun og aldrei fengið annars flokks þjálfara, ekki frekar en hér og það skilar sér í því að held að þetta séu heilt yfir tvö best mönnuðu liðin af Íslendingum, allavega uppöldum.“ Þetta var síðasti leikur Arnars í bili með Stjörnuna og aðspurður hvort hann væri með einhver skilaboð til íslensku körfuboltaþjóðarinnar í lokin glotti hann bara og þakkaði fyrir sig. „Nei nei, ætli þið séuð ekki bara fegin að vera laus við mig í bili? Takk fyrir mig!“ Takk sömuleiðis Arnar!
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira