Heimafæðingum fjölgar og teljast eðlilegri en áður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 23:02 Arney Þórarinsdóttir ræddi málið á Bylgjunni. vísir Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira