Sá markahæsti dæmdur í sex mánaða bann klukkutíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 15:03 Valeri Nichushkin er góður leikmaður en glímir við einhverja djöfla utan vallar. Getty/Jonathan Kozub Leikmenn og þjálfarar NHL-liðsins Colorado Avalanche fengu að vita það klukkutíma fyrir leik í úrslitakeppninni um Stanley bikarinn að markahæsti leikmaður liðsins og í raun allrar úrslitakeppninnar yrði ekki með liðinu. Ekki bara í leik gærkvöldsins heldur öllum leikjum liðsins næsta hálfa árið. Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024 Íshokkí Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024
Íshokkí Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira