Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 14. maí 2024 12:24 Kjósendur geta valið milli tólf frambjóðenda í forsetakosningunum. Grafík/Sara Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Í dag er ellefti dagurinn sem hægt hefur verið að kjósa utan kjörfundar vegna forsetakosninganna hinn 1. júní næst komandi. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir mun færri hafa kosið á fyrstu tíu dögunum en í síðustu forsetakosningum. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu reiknar með að 40-45 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta hefur gengið mjög vel. Fór rólega af stað. Núna klukkan 11:15 hafa kosið hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu 1.733. Þá hafa 2.691 kosið á öllu landinu og í sendiráðunum,“ segir Sigríður. Í forsetakosningunum 2020 þegar Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn höfðu 4.936 kosið á fyrstu tíu dögunum, þar af 3.869 á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæplega helmingi fleiri en á fyrstu tíu dögunum fyrir komandi kosningar. Þá var kjördagurinn hins vegar mun síðar eða hinn 27. júní og frambjóðendur aðeins tveir. Valið hefur því ef til vill verið auðveldara og fleiri viljað kjósa áður en haldið var í sumarleyfi. Sigríður segir kjörsóknina hins vegar að glæðast. „Já, hún er að gera það. Eins og til dæmis í gær. Þá kusu 350 á höfuðborgarsvæðinu. Sem er tvöföldun frá deginum áður. En það hafa verið að kjósa svona frá 120 til 140 á dag frá því við opnuðum,“ segir sýslumaður. Á höfuðborgarsvæðinu er kjörfundur á fyrstu hæði í Holtagörðum 1 þar sem er opið frá klukkan tíu til átta. Opunartíminn verður síðan lengdur hinn 21. maí til klukkan tíu og hægt að kjósa þar allt fram á kjördag. Það eins sem kjósendur þurfa að muna eftir er að taka með sér gild persónuskilríki. Hægt er að kjósa frá klukkan tíu til átta í Holtagörðum 1 í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fyrir forsetakosningarnar 2020 kusu tæplega fjörutíu þúsund manns utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu og 53.968 í heildina. Sigríður reiknar með svipuðum fjölda nú. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að fjörutíu til fjörutíu og fimm þúsund muni kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá öllum sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofum í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum. Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Allir íslenskir ríkisborgarar átján ára og eldri á kjördag sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár, talið frá 1. desember síðast liðnum, eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11. maí 2024 13:44
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40