Óbein yfirlýsing frá DeAndre Kane Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 23:50 DeAndre Kane var manna glaðastur í leikslok og kom dansandi í viðtal. Vísir/Hulda Margrét Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið. Kane var spurður hvort Grindavíkurliðið væri að senda frá sér ákveðna yfirlýsingu með því að klára einvígið gegn Keflavík á jafn afgerandi hátt og raun bar vitni. Kane var ekki endilega á því en með því að taka alla liðsfélaga sína með sér í viðtalið sendi hann augljóslega ákveðna yfirlýsingu til gagnrýnenda. „Ég myndi ekki segja að við höfum verið að senda skilaboð. Svona viljum við spila körfubolta. Þetta er okkar leikur, þetta er það sem við viljum fá út úr okkar leik. Við leggjum hart að okkur á hverjum degi, þetta eru mínir menn [og benti á liðsfélaga sínum sem voru fyrir aftan hann]. Við erum náinn hópur og við viljum koma með titilinn heim til Grindavíkur. Mér finnst Grindvíkingar eiga það skilið og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Beðinn um að útskýra hvað gekk á í seinni hálfleik var Kane með einfalda leikgreiningu. „Við komum út í seinni hálfleik og settum þumalskrúfurnar á þá. Við vissum hvað við þurftum að gera. Í fyrri hálfleik voru þeir að setja erfið skot. Í seinni hálfleik spiluðum við góða vörn og settum skotin okkar.“ Á þessum tímapunkti í viðtalinu var Dedrick Basile kominn upp að hlið Kane og hann sparaði ekki stóru orðin um liðsfélaga sinn. „Þessi gaur hérna er einstakur. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en hann sýndi hvað hann getur í þessari deild. Hann er vélin í liðinu okkar. Í dag, þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp þá hélt hann okkur í takti.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan og má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari. Það er ekki á hverju degi sem heilt lið fylgir leikmanni í viðtal. Klippa: DeAndre Kane og félagar sigurreifir Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Kane var spurður hvort Grindavíkurliðið væri að senda frá sér ákveðna yfirlýsingu með því að klára einvígið gegn Keflavík á jafn afgerandi hátt og raun bar vitni. Kane var ekki endilega á því en með því að taka alla liðsfélaga sína með sér í viðtalið sendi hann augljóslega ákveðna yfirlýsingu til gagnrýnenda. „Ég myndi ekki segja að við höfum verið að senda skilaboð. Svona viljum við spila körfubolta. Þetta er okkar leikur, þetta er það sem við viljum fá út úr okkar leik. Við leggjum hart að okkur á hverjum degi, þetta eru mínir menn [og benti á liðsfélaga sínum sem voru fyrir aftan hann]. Við erum náinn hópur og við viljum koma með titilinn heim til Grindavíkur. Mér finnst Grindvíkingar eiga það skilið og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Beðinn um að útskýra hvað gekk á í seinni hálfleik var Kane með einfalda leikgreiningu. „Við komum út í seinni hálfleik og settum þumalskrúfurnar á þá. Við vissum hvað við þurftum að gera. Í fyrri hálfleik voru þeir að setja erfið skot. Í seinni hálfleik spiluðum við góða vörn og settum skotin okkar.“ Á þessum tímapunkti í viðtalinu var Dedrick Basile kominn upp að hlið Kane og hann sparaði ekki stóru orðin um liðsfélaga sinn. „Þessi gaur hérna er einstakur. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en hann sýndi hvað hann getur í þessari deild. Hann er vélin í liðinu okkar. Í dag, þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp þá hélt hann okkur í takti.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan og má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari. Það er ekki á hverju degi sem heilt lið fylgir leikmanni í viðtal. Klippa: DeAndre Kane og félagar sigurreifir
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum