Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2024 15:52 Þorsteinn Víglundsson segir yfirlýsingu Eggerts Þórs, forstjóra First Water, óskiljanlega. Hann hafi haft þrjú ár til að koma fram með athugasemd en geri það fyrst núna, fjórum dögum áður en kosningar um málið meðal íbúa hefjist. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. „Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við erum í raun furðu lostin yfir vinnubrögðum First Water,“ segir Þorsteinn Víglundsson í samtali við Vísi. Eggert Þór sendi bæjarstjórn Ölfus bréf þar sem hann lýsti því yfir að matvælaframleiðsla á borð við þá sem First Water ætlaði að byggja upp, en þar er um fjárfestingu að ræða sem nemur minnst 100 milljörðum, færi engan veginn saman við mölunarfabrikku Heidelberg. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, lýsti sömuleiðis yfir furðu sinni á bréfinu og Þorsteinn er ekki síður ósáttur. Hann segir að um þriggja ára tímabil undirbúnings sé að ræða, mikils samráðs við alla aðila og í raun þá hefði ekkert staðið í vegi fyrir því að First Water gæti komið á framfæri þessari athugasemd. Þykir ómaklega að sér vegið „Okkur finnst ómaklega að okkur vegið. First Water hefur ekki leitað eftir neinum upplýsingum né komið á framfæri neinum athugasemdum,“ segir Þorsteinn. Honum þykir blöskranlegt að núna, fjórum dögum áður en kosning hefst en henni lýkur samhliða forsetakosningunum 1. júní, þá komi þessi harðorða yfirlýsing Eggerts fram. „Ég veit ekki hvað honum gengur til en mér sýnist hann vilja stilla íbúum upp með þeim hætti að þeirra verkefni stafi ógn af okkar verkefni. Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en fyrirtækið sé að henda sér með pólitískum hætti inn í einhverja kosningu. Hvað fyrir þeim vakir, skil ég ekki.“ Sér enga efnislega innistæðu fyrir fullyrðingum First Water Þorsteinn segir telja að hagsmunir þessara tveggja atvinnurekenda þurfi í engu að stangast á. Ekki sé um mengandi iðnað að ræða. „Við sjáum enga efnislega innistæðu fyrir þessari fullyrðingu First Water og stórfurðulegt út af fyrir sig að koma svona seint fram með hana, á þriggja ára undirbúningstíma.“ Þorsteinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins en í kvöld verður íbúafundur þar sem farið verður nánar yfir það sem undir er í kosningunum. Vegna yfirlýsingar Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra First Water hf, sem birtist í fjölmiðlum í dag telur Heidelberg á Ísland mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Yfirlýsing First Water er mikið undrunarefni og vekur upp spurningar um hvað vaki fyrir forstjóra félagsins með því að fara fram með þessum hætti. Fyrirtækið hefur ekki á nokkru stigi hins mikla undirbúnings verkefnisins sett fram athugasemdir eða óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða verksmiðju eða áhrif hennar á aðra nærliggjandi starfsemi. Slík vinnubrögð geta vart talist annað en furðuleg og ófagmannleg. Undirbúningur að verksmiðju Heidelberg í Ölfusi hefur staðið yfir lengi í góðu samstarfi við sveitarfélagið og með fullri vitneskju annarra atvinnurekenda á svæðinu. Heidelberg hefur lagt mikla áherslu á góða upplýsingagjöf til allra aðila og fyrirhuguð staðsetning á atvinnusvæðinu vestan Þorlákshafnar hefur legið fyrir frá því í upphafi síðasta árs. Fyrirhuguð staðsetning verksmiðjunnar við Keflavík var kynnt öðrum fyrirtækjum á því svæði með formlegum hætti áður en lóðarvilyrði var veitt af hálfu sveitarfélagsins og bárust engar athugasemdir við þeirri staðsetningu. Að sama skapi hafa engar athugasemdir þess efnis borist í skipulagsferli verkefnisins til þessa frá First water eða öðrum atvinnurekendum á svæðinu. Umhverfismatsskýrslu var skilað í október síðastliðnum. Hún var auglýst í lok desember síðastliðinn og var til kynningar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í upphafi þessa árs. Málið hefur verið til meðferðar á ýmsum stigum hjá sveitarstjórn Ölfuss en hefur auk þess verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi; á auglýstum íbúafundum, á vef Heidelberg og í umfjöllun fjölmiðla. Skipulagsstofnun hefur skilað af sér áliti þar sem umhverfismatsskýrslan er staðfest og engar sérstakar kvaðir eru settar vegna verkefnisins. Í álitinu segir m.a. ólíklegt sé að frárennsli frá verksmiðjunni muni hafa áhrif á strandsjávarvatnshlot á svæðinu vegna stærðar þeirra en vegna heildarstarfsemi á svæðinu þurfi að horfa til alls álags á svæðið og hvatt til sameiginlegrar vöktunar. Ekkert í undirbúningi verkefnisins hefur bent til þess að starfsemi verksmiðjunar muni ógna annarri starfsemi, lífríki eða vatnsgæðum á svæðinu, enda er nær eingöngu unnið með móberg sem finna má í miklu mæli í öllu umhverfi svæðisins og svo vatn til skolunar. Þær áhyggjur sem viðraðar eru í yfirlýsingu First Water eru óljósar, lítt rökstuddar og í engum takti við fyrri samskipti við atvinnurekendur á svæðinu. Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Því hafnar Heidelberg á Íslandi alfarið yfirlýsingu First Water og gagnrýnir harðlega vinnubrögð þau sem forstjórinn sýnir með henni. Þróttmikil atvinnuuppbygging stendur fyrir dyrum í Þorlákshöfn sem mun hafa mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið þar. Hugur Heidelberg stendur til þess að vera þar öflugur þátttakandi í góðu samstarfi við aðra atvinnurekendur á svæðinu, enda ríkir sameiginlegir hagsmunir fólgnir í blómlegu atvinnulífi sem styrkir alla þjónustu á svæðinu fyrir svo umfangsmikla atvinnustarfsemi. Þorsteinn Víglundsson Talsmaður Heidelberg á Íslandi Árborg Ölfus Fiskeldi Námuvinnsla Skipulag Forsetakosningar 2024 Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við erum í raun furðu lostin yfir vinnubrögðum First Water,“ segir Þorsteinn Víglundsson í samtali við Vísi. Eggert Þór sendi bæjarstjórn Ölfus bréf þar sem hann lýsti því yfir að matvælaframleiðsla á borð við þá sem First Water ætlaði að byggja upp, en þar er um fjárfestingu að ræða sem nemur minnst 100 milljörðum, færi engan veginn saman við mölunarfabrikku Heidelberg. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, lýsti sömuleiðis yfir furðu sinni á bréfinu og Þorsteinn er ekki síður ósáttur. Hann segir að um þriggja ára tímabil undirbúnings sé að ræða, mikils samráðs við alla aðila og í raun þá hefði ekkert staðið í vegi fyrir því að First Water gæti komið á framfæri þessari athugasemd. Þykir ómaklega að sér vegið „Okkur finnst ómaklega að okkur vegið. First Water hefur ekki leitað eftir neinum upplýsingum né komið á framfæri neinum athugasemdum,“ segir Þorsteinn. Honum þykir blöskranlegt að núna, fjórum dögum áður en kosning hefst en henni lýkur samhliða forsetakosningunum 1. júní, þá komi þessi harðorða yfirlýsing Eggerts fram. „Ég veit ekki hvað honum gengur til en mér sýnist hann vilja stilla íbúum upp með þeim hætti að þeirra verkefni stafi ógn af okkar verkefni. Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en fyrirtækið sé að henda sér með pólitískum hætti inn í einhverja kosningu. Hvað fyrir þeim vakir, skil ég ekki.“ Sér enga efnislega innistæðu fyrir fullyrðingum First Water Þorsteinn segir telja að hagsmunir þessara tveggja atvinnurekenda þurfi í engu að stangast á. Ekki sé um mengandi iðnað að ræða. „Við sjáum enga efnislega innistæðu fyrir þessari fullyrðingu First Water og stórfurðulegt út af fyrir sig að koma svona seint fram með hana, á þriggja ára undirbúningstíma.“ Þorsteinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins en í kvöld verður íbúafundur þar sem farið verður nánar yfir það sem undir er í kosningunum. Vegna yfirlýsingar Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra First Water hf, sem birtist í fjölmiðlum í dag telur Heidelberg á Ísland mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Yfirlýsing First Water er mikið undrunarefni og vekur upp spurningar um hvað vaki fyrir forstjóra félagsins með því að fara fram með þessum hætti. Fyrirtækið hefur ekki á nokkru stigi hins mikla undirbúnings verkefnisins sett fram athugasemdir eða óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða verksmiðju eða áhrif hennar á aðra nærliggjandi starfsemi. Slík vinnubrögð geta vart talist annað en furðuleg og ófagmannleg. Undirbúningur að verksmiðju Heidelberg í Ölfusi hefur staðið yfir lengi í góðu samstarfi við sveitarfélagið og með fullri vitneskju annarra atvinnurekenda á svæðinu. Heidelberg hefur lagt mikla áherslu á góða upplýsingagjöf til allra aðila og fyrirhuguð staðsetning á atvinnusvæðinu vestan Þorlákshafnar hefur legið fyrir frá því í upphafi síðasta árs. Fyrirhuguð staðsetning verksmiðjunnar við Keflavík var kynnt öðrum fyrirtækjum á því svæði með formlegum hætti áður en lóðarvilyrði var veitt af hálfu sveitarfélagsins og bárust engar athugasemdir við þeirri staðsetningu. Að sama skapi hafa engar athugasemdir þess efnis borist í skipulagsferli verkefnisins til þessa frá First water eða öðrum atvinnurekendum á svæðinu. Umhverfismatsskýrslu var skilað í október síðastliðnum. Hún var auglýst í lok desember síðastliðinn og var til kynningar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í upphafi þessa árs. Málið hefur verið til meðferðar á ýmsum stigum hjá sveitarstjórn Ölfuss en hefur auk þess verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi; á auglýstum íbúafundum, á vef Heidelberg og í umfjöllun fjölmiðla. Skipulagsstofnun hefur skilað af sér áliti þar sem umhverfismatsskýrslan er staðfest og engar sérstakar kvaðir eru settar vegna verkefnisins. Í álitinu segir m.a. ólíklegt sé að frárennsli frá verksmiðjunni muni hafa áhrif á strandsjávarvatnshlot á svæðinu vegna stærðar þeirra en vegna heildarstarfsemi á svæðinu þurfi að horfa til alls álags á svæðið og hvatt til sameiginlegrar vöktunar. Ekkert í undirbúningi verkefnisins hefur bent til þess að starfsemi verksmiðjunar muni ógna annarri starfsemi, lífríki eða vatnsgæðum á svæðinu, enda er nær eingöngu unnið með móberg sem finna má í miklu mæli í öllu umhverfi svæðisins og svo vatn til skolunar. Þær áhyggjur sem viðraðar eru í yfirlýsingu First Water eru óljósar, lítt rökstuddar og í engum takti við fyrri samskipti við atvinnurekendur á svæðinu. Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Því hafnar Heidelberg á Íslandi alfarið yfirlýsingu First Water og gagnrýnir harðlega vinnubrögð þau sem forstjórinn sýnir með henni. Þróttmikil atvinnuuppbygging stendur fyrir dyrum í Þorlákshöfn sem mun hafa mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið þar. Hugur Heidelberg stendur til þess að vera þar öflugur þátttakandi í góðu samstarfi við aðra atvinnurekendur á svæðinu, enda ríkir sameiginlegir hagsmunir fólgnir í blómlegu atvinnulífi sem styrkir alla þjónustu á svæðinu fyrir svo umfangsmikla atvinnustarfsemi. Þorsteinn Víglundsson Talsmaður Heidelberg á Íslandi
Vegna yfirlýsingar Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra First Water hf, sem birtist í fjölmiðlum í dag telur Heidelberg á Ísland mikilvægt að eftirfarandi komi fram. Yfirlýsing First Water er mikið undrunarefni og vekur upp spurningar um hvað vaki fyrir forstjóra félagsins með því að fara fram með þessum hætti. Fyrirtækið hefur ekki á nokkru stigi hins mikla undirbúnings verkefnisins sett fram athugasemdir eða óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaða verksmiðju eða áhrif hennar á aðra nærliggjandi starfsemi. Slík vinnubrögð geta vart talist annað en furðuleg og ófagmannleg. Undirbúningur að verksmiðju Heidelberg í Ölfusi hefur staðið yfir lengi í góðu samstarfi við sveitarfélagið og með fullri vitneskju annarra atvinnurekenda á svæðinu. Heidelberg hefur lagt mikla áherslu á góða upplýsingagjöf til allra aðila og fyrirhuguð staðsetning á atvinnusvæðinu vestan Þorlákshafnar hefur legið fyrir frá því í upphafi síðasta árs. Fyrirhuguð staðsetning verksmiðjunnar við Keflavík var kynnt öðrum fyrirtækjum á því svæði með formlegum hætti áður en lóðarvilyrði var veitt af hálfu sveitarfélagsins og bárust engar athugasemdir við þeirri staðsetningu. Að sama skapi hafa engar athugasemdir þess efnis borist í skipulagsferli verkefnisins til þessa frá First water eða öðrum atvinnurekendum á svæðinu. Umhverfismatsskýrslu var skilað í október síðastliðnum. Hún var auglýst í lok desember síðastliðinn og var til kynningar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar í upphafi þessa árs. Málið hefur verið til meðferðar á ýmsum stigum hjá sveitarstjórn Ölfuss en hefur auk þess verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi; á auglýstum íbúafundum, á vef Heidelberg og í umfjöllun fjölmiðla. Skipulagsstofnun hefur skilað af sér áliti þar sem umhverfismatsskýrslan er staðfest og engar sérstakar kvaðir eru settar vegna verkefnisins. Í álitinu segir m.a. ólíklegt sé að frárennsli frá verksmiðjunni muni hafa áhrif á strandsjávarvatnshlot á svæðinu vegna stærðar þeirra en vegna heildarstarfsemi á svæðinu þurfi að horfa til alls álags á svæðið og hvatt til sameiginlegrar vöktunar. Ekkert í undirbúningi verkefnisins hefur bent til þess að starfsemi verksmiðjunar muni ógna annarri starfsemi, lífríki eða vatnsgæðum á svæðinu, enda er nær eingöngu unnið með móberg sem finna má í miklu mæli í öllu umhverfi svæðisins og svo vatn til skolunar. Þær áhyggjur sem viðraðar eru í yfirlýsingu First Water eru óljósar, lítt rökstuddar og í engum takti við fyrri samskipti við atvinnurekendur á svæðinu. Forsvarsmenn First Water hafa ekki á neinu stigi ferlisins lýst áhyggjum eða sett fram athugasemdir vegna verksmiðjunnar þótt mörg tækifæri og nægur tími hafi verið til þess. Því hafnar Heidelberg á Íslandi alfarið yfirlýsingu First Water og gagnrýnir harðlega vinnubrögð þau sem forstjórinn sýnir með henni. Þróttmikil atvinnuuppbygging stendur fyrir dyrum í Þorlákshöfn sem mun hafa mikil og jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið þar. Hugur Heidelberg stendur til þess að vera þar öflugur þátttakandi í góðu samstarfi við aðra atvinnurekendur á svæðinu, enda ríkir sameiginlegir hagsmunir fólgnir í blómlegu atvinnulífi sem styrkir alla þjónustu á svæðinu fyrir svo umfangsmikla atvinnustarfsemi. Þorsteinn Víglundsson Talsmaður Heidelberg á Íslandi
Árborg Ölfus Fiskeldi Námuvinnsla Skipulag Forsetakosningar 2024 Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42