„Sá að þeim leið aldrei illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 11:01 Valskonur fagna hér einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á móti Tindastól. Vísir/Anton Brink Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til. Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira