Margrét Lára: Mér finnst hún hafa verið stórkostleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 16:01 Agla María Albertsdóttir er að spila mjög vel í nýju hlutverki sínu á miðju Blikaliðsins. Vísir/Anton Brink Breiddin hjá kvennaliði Breiðabliks var til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Blikakonur hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og það með markatölunni 16-1. „Þær gerðu þetta vel. Munurinn á þessum liðum sást svolítið í seinni hálfleik. Við ræddum fyrir mót um breiddina. Að við hefðum áhyggjur af breiddinni í Fylkisliðinu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu Markanna. Klippa: Bestu mörkin: Breiddin í Blikaliðinu „Svo horfir maður á Blikaliðið og þær gera fjórfalda skiptingu. Setja inn Katrínu Ásbjörnsdóttur, Hrafnhildi Ásu (Halldórsdóttur), Áslaugu Mundu (Gunnlaugsdóttur) og Ólöfu Sigríði (Kristinsdóttur). Það er þokkaleg breidd,“ sagði Mist en Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerði allar þessar skiptuingar á 61. mínútu. „Það þarf að virkja allan hópinn sinn og mér fannst Nik duglegur að gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Með bullandi hausverk „Hann er örugglega með bullandi hausverk, hann Nik, með framherjastöðuna. Hann er með fjórar þarna sem eru allar að pressa á mínútur. Vigdís Lilja (Kristjánsdóttir) er búin að byrja þetta mót frábærlega. Birta Georgsdóttir hefur átt góða leiki líka. Á bekknum er hann síðan með Katrínu Ásbjörns og Ollu Siggu,“ sagði Mist. „Þetta var bara sterkur sigur Blika af því að Fylkisliðið er að gefa öllum liðum leik. Þær eru að skapa sér færi í öllum leikjum sem er jákvætt fyrir Fylki í framhaldinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Bestu Markanna. Var pínu efins „Breiðablik er að vaxa mjög mikið inn í þetta kerfi. Eins og Agla María (Albertsdóttir), Maður var pínu efins um hvernig hún tæki þessu nýja hlutverki að vera ekki svona hefðbundinn vængmaður. Mér finnst hún hafa verið stórkostleg undanfarna leiki. Mikill leiðtogi, stigið upp og vaxið mjög mikið. Það er gaman að sjá hvað hún hefur verið að standa sig vel undanfarnar vikur“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla þessa umfjöllun hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
„Þær gerðu þetta vel. Munurinn á þessum liðum sást svolítið í seinni hálfleik. Við ræddum fyrir mót um breiddina. Að við hefðum áhyggjur af breiddinni í Fylkisliðinu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu Markanna. Klippa: Bestu mörkin: Breiddin í Blikaliðinu „Svo horfir maður á Blikaliðið og þær gera fjórfalda skiptingu. Setja inn Katrínu Ásbjörnsdóttur, Hrafnhildi Ásu (Halldórsdóttur), Áslaugu Mundu (Gunnlaugsdóttur) og Ólöfu Sigríði (Kristinsdóttur). Það er þokkaleg breidd,“ sagði Mist en Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerði allar þessar skiptuingar á 61. mínútu. „Það þarf að virkja allan hópinn sinn og mér fannst Nik duglegur að gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Með bullandi hausverk „Hann er örugglega með bullandi hausverk, hann Nik, með framherjastöðuna. Hann er með fjórar þarna sem eru allar að pressa á mínútur. Vigdís Lilja (Kristjánsdóttir) er búin að byrja þetta mót frábærlega. Birta Georgsdóttir hefur átt góða leiki líka. Á bekknum er hann síðan með Katrínu Ásbjörns og Ollu Siggu,“ sagði Mist. „Þetta var bara sterkur sigur Blika af því að Fylkisliðið er að gefa öllum liðum leik. Þær eru að skapa sér færi í öllum leikjum sem er jákvætt fyrir Fylki í framhaldinu,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Bestu Markanna. Var pínu efins „Breiðablik er að vaxa mjög mikið inn í þetta kerfi. Eins og Agla María (Albertsdóttir), Maður var pínu efins um hvernig hún tæki þessu nýja hlutverki að vera ekki svona hefðbundinn vængmaður. Mér finnst hún hafa verið stórkostleg undanfarna leiki. Mikill leiðtogi, stigið upp og vaxið mjög mikið. Það er gaman að sjá hvað hún hefur verið að standa sig vel undanfarnar vikur“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla þessa umfjöllun hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira