„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2024 20:52 Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins. NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins.
NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira