Mögulegt umboðsleysi stjórnar Aðventista gæti skipt Ölfyssinga máli Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2024 11:51 Gríðarlegur atgangur er nú vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu íbúa um lóð undir mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn vísir/egill Kristinn Hallgrímsson lögmaður hjá ARTA lögmönnum hefur sent bæjarstjórn Ölfuss bréf þar sem hann varar hana við hugsanlegu umboðsleysi stjórnar Kirkju sjöunda dags aðventista við efnisölu (KSDA). Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Ölfuss hafa boðað til aukafundar vegna bréfs sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, sendi bæjarstjórninni vegna staðsetningar mölunarverksmiðju Heidelbergs. En eins og Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergs hefur sagt stendur til að reisa þar lokaða mölunarverksmiðju sem fullvinnur efni úr bæði Þrengslunum auk þess sem til stendur að nema jarðefni úr sjávarbotni. Efnið sem Heidelberg hefur tekið er úr landi sem Kirkja sjöunda dags aðventista á. En þar stendur til að mynda til að moka heilu fjalli, Litla Sandfelli, í mölunarverksmiðjuna og senda sem sem íblöndunarefni í sement til Evrópu. Þorsteinn segir að áhrif þessa lækki gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa sé að þetta er hnattrænt verkefni. Hængurinn er sá að vafi leikur á um hvort stjórn hafi verið í rétti með að semja um efnistökuna við Heidelberg. Ómar Torfason, sem er meðlimur í söfnuðinum, telur svo vera. Og hefur hann kært málið til lögreglu og vitnar í 28. og 24. grein kirkjulaganna með það. Ómar telur að stjórnin sitji umboðslaus og sé óheimilt að semja um slíka efnistöku. Hvort bæjarstjórn muni taka tillit til þessa atriðis á fundi sínum seinna í dag liggur hins vegar ekki fyrir. Ölfus Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eins og fram hefur komið mun bæjarstjórn Ölfuss hafa boðað til aukafundar vegna bréfs sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, sendi bæjarstjórninni vegna staðsetningar mölunarverksmiðju Heidelbergs. En eins og Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergs hefur sagt stendur til að reisa þar lokaða mölunarverksmiðju sem fullvinnur efni úr bæði Þrengslunum auk þess sem til stendur að nema jarðefni úr sjávarbotni. Efnið sem Heidelberg hefur tekið er úr landi sem Kirkja sjöunda dags aðventista á. En þar stendur til að mynda til að moka heilu fjalli, Litla Sandfelli, í mölunarverksmiðjuna og senda sem sem íblöndunarefni í sement til Evrópu. Þorsteinn segir að áhrif þessa lækki gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa sé að þetta er hnattrænt verkefni. Hængurinn er sá að vafi leikur á um hvort stjórn hafi verið í rétti með að semja um efnistökuna við Heidelberg. Ómar Torfason, sem er meðlimur í söfnuðinum, telur svo vera. Og hefur hann kært málið til lögreglu og vitnar í 28. og 24. grein kirkjulaganna með það. Ómar telur að stjórnin sitji umboðslaus og sé óheimilt að semja um slíka efnistöku. Hvort bæjarstjórn muni taka tillit til þessa atriðis á fundi sínum seinna í dag liggur hins vegar ekki fyrir.
Ölfus Árborg Fiskeldi Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30 Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01
Bréf First Water veldur ringulreið í bæjarstjórn Ölfuss Elliði Vignisson bæjarstjóri kom með hraði til landsins eftir að spurðist fyrir lá að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, hafði sent bréf þar sem hann vildi gjalda varhug við uppbyggingu malarverksmiðju Heidelberg á svæðinu. 17. maí 2024 11:30
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55
Boða sérstakan bæjarstjórnarfund vegna bréfs Eggerts Boðað hefur verið til sérstaks fundar hjá bæjarstjórn Ölfus vegna bréfs sem forstjóri landeldisins First Water sendi bæjarstjórn í fyrradag. Í bréfinu lýsir hann sig andsnúinn því að mölunarverksmiðja rísi í næsta nágrenni við matvælaframleiðslu 17. maí 2024 10:28