Af vængjum fram: „Ég ætla ekkert að fara að gráta hérna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2024 07:01 Steinunn er leikkona þannig hún getur falið þjáninguna, að mestu. Vísir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi hefur aldrei borðað kjúkling og gæðir sér þess í stað á blómkáli. Steinunn fór eitt sinn út úr húsi og heilsaði hvölum sem kölluðu á hana á bjartri sumarnóttu úr Steingrímsfirði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í þriðja þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á öllum forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu vikur. Klippa: Af vængjum fram - Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Eldsprengja en ekki Firecracker Í þættinum ræðir Steinunn meðal annars hvers vegna hún býður sig fram. Hún segir það ekki koma Katrínu Jakobsdóttur neitt við. Þá tekur hún sig til og íslenskar heiti sósa sem allar hafa hingað til verið á ensku Steinunni til mikils ama. Steinunn sýnir húðflúrin sín og ræðir persónulega sögu þeirra. Þá ræðir Steinunn hvað miðaldra konur ættu að borða, teiknimyndina Konung ljónanna og augnablikið sem hún fékk að taka í höndina á Kristjáni Eldjárn. Hún ræðir gríðarlega langan feril sinn þar sem kennir ýmissa grasa og segir að sér hafi fundist skemmtilegast að vinna á lager. Hún ræðir ástarmál sín og segist hafa átt æðislega kærasta og enn betri eiginmenn. Steinunn hefur sínar skoðanir á því að syngja þjóðsönginn. „Þessi er verulega heit....,“ segir Steinunn létt í bragði á einum tímapunkti. „En þú veist að ég er leikkona, ég get falið það,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla ekkert að fara að gráta hérna í beinni útsendingu.“ Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Tengdar fréttir Vaknaði í angist alla morgna Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni. 22. apríl 2024 11:31 Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16 Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í þriðja þætti Af vængjum fram, nýjum skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Von er á öllum forsetaframbjóðendum í þáttinn næstu vikur. Klippa: Af vængjum fram - Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Eldsprengja en ekki Firecracker Í þættinum ræðir Steinunn meðal annars hvers vegna hún býður sig fram. Hún segir það ekki koma Katrínu Jakobsdóttur neitt við. Þá tekur hún sig til og íslenskar heiti sósa sem allar hafa hingað til verið á ensku Steinunni til mikils ama. Steinunn sýnir húðflúrin sín og ræðir persónulega sögu þeirra. Þá ræðir Steinunn hvað miðaldra konur ættu að borða, teiknimyndina Konung ljónanna og augnablikið sem hún fékk að taka í höndina á Kristjáni Eldjárn. Hún ræðir gríðarlega langan feril sinn þar sem kennir ýmissa grasa og segir að sér hafi fundist skemmtilegast að vinna á lager. Hún ræðir ástarmál sín og segist hafa átt æðislega kærasta og enn betri eiginmenn. Steinunn hefur sínar skoðanir á því að syngja þjóðsönginn. „Þessi er verulega heit....,“ segir Steinunn létt í bragði á einum tímapunkti. „En þú veist að ég er leikkona, ég get falið það,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla ekkert að fara að gráta hérna í beinni útsendingu.“
Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Tengdar fréttir Vaknaði í angist alla morgna Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni. 22. apríl 2024 11:31 Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16 Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Vaknaði í angist alla morgna Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist á mjög friðsælum og góðum stað í lífinu, eftir áraraðir af kvíða áhyggjum og áfallastreitu. Steinunn, sem er gestur í nýjasta þætti af podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa lært að dómharka sé tilgangslaus og að þjáning sé eðlilegur hluti af tilverunni. 22. apríl 2024 11:31
Steinunn Ólína skýtur föstum skotum á Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skýtur föstum skotum á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn í nýjum pistil. 22. apríl 2024 13:16
Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00