Sendiherra, sveitarstjóri og bæjarstjóri skipuð í nefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 16:19 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu. Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi sendiherra, Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni en hún tekur formlega til starfa 1. júní nk. Undirbúningur er þó hafinn og mun nefndin m.a. hitta bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. Nefndin mun einnig eiga undirbúningsfundi með stofnunum á vegum ríkisins sem hafa unnið að viðbragði vegna jarðhræringa við Grindavík. „Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Reynsluboltar á ferð Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi um árabil en var áður borgarfulltrúi í Reykjavík um þrettán ára skeið og sat um tíma í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 2015 og verið sendiherra Íslands í Finnlandi, Rússlandi og nú síðast í Danmörku. Guðný Sverrisdóttir var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Guðný hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023. Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og þar áður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Gunnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tólf ára skeið. Hlutverk nefndarinnar Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum, samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu og þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Verkefnið hefur verið undirbúið í góðu samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Lög um framkvæmdanefndina voru samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni en hún tekur formlega til starfa 1. júní nk. Undirbúningur er þó hafinn og mun nefndin m.a. hitta bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í næstu viku. Nefndin mun einnig eiga undirbúningsfundi með stofnunum á vegum ríkisins sem hafa unnið að viðbragði vegna jarðhræringa við Grindavík. „Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ er mikilvægt skref til þess að skerpa á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda um málefni Grindavíkur. Þetta skref er til góðs fyrir Grindvíkinga. En ekki síður fyrir samfélagið allt, sem stendur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Reynsluboltar á ferð Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi um árabil en var áður borgarfulltrúi í Reykjavík um þrettán ára skeið og sat um tíma í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 2015 og verið sendiherra Íslands í Finnlandi, Rússlandi og nú síðast í Danmörku. Guðný Sverrisdóttir var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins 2014. Guðný hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum. Hún var lengi formaður ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins 2023. Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og þar áður forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Gunnar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og var m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tólf ára skeið. Hlutverk nefndarinnar Framkvæmdanefndin mun fara með stjórn, skipulag og framkvæmd tiltekinna verkefna sem henni er falin með lögum, samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við Grindavíkurbæ, önnur stjórnvöld og aðra hlutaðeigandi aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu með því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu og þá mun nefndin hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík. Verkefnið hefur verið undirbúið í góðu samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17. maí 2024 15:29